„Það eru allar líkur að við verðum orðin appelsínugul á fimmtudaginn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. júlí 2021 22:00 Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum. Vísir/Vilhelm Ísland verður appelsínugult á litakóðunarkorti sóttvarnastofnunar Evrópu næsta fimmtudag, sem þýðir að strangari reglur gilda fyrir marga ferðamenn hér þegar þeir snúa aftur heim. Hertar reglur á landamærunum tóku gildi á miðnætti og nú þurfa allir ferðamenn að framvísa neikvæðu covid-prófi við komu til landsins. Hertar reglur á landamærunum tóku gildi á miðnætti. Þær kveða á um að ferðamenn sem búsettir eru á Íslandi eða með tengslanet hér á landi ber að fara strax í skimun eftir dvöl sína erlendis. Fyrir og við komuna til Íslands þurfa farþegar að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf geng Covid-19. Ekki er ljóst hvort að hertar reglur muni hafa áhrif á ferðavilja fólks til landsins. Það sem getur líka haft áhrif er hvaða reglur gilda þegar fólk snýr aftur heim og horfa stjórnvöld víða til litakóðunarkorts sóttvarnastofnunar Evrópu sem metur stöðu kórónuveirufaraldursins á tveggja vikna frest og birtist næsta kort á fimmtudag. Mögulegt að Ísland verði rautt í næstu viku „Það eru allar líkur að við verðum orðin appelsínugul á fimmtudaginn og við verðum mögulega rauð næst en nýgengið þarf að vera 200 til að teljast rauð,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Bólusettir breskir ferðamenn sem hafa dvalið hér á landi þurfa frá fimmtudegi að skila neikvæðu Covid prófi áður en þeir fljúga heim og taka annað við komu. Ekki þarf að fara í sóttkví nema seinna prófið reynist jákvætt. Verði Ísland rautt bætist við að Bretar á heimleið þurfa að dvelja á sóttvarnahóteli í tíu daga. Bandaríkin horfa ekki til litakóðunarkorts Evrópu en þar gildir að bólusettir Bandaríkjamenn á heimleið þurfa að skila inn neikvæðu Covid prófi áður en lagt er af stað heimleiðis. Þá þurfa þeir að fara í annað próf þremur dögum eftir heimkomu. Verði Ísland rautt þurfa bólusettir Danir sem hafa ferðast hér að skila neikvæðu Covid prófi fyrir brottförina heimá leið, taka annað próf þegar heim er komið og fara í sóttkví þegar heim er komið. Hætta á að fólk verði strandaglópar kynni það sér ekki reglur Í dag flaug 81 flugvél um Keflavíkurflugvöll og var mikil örtröð á vellinum þegar mest var. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir að ágætlega hafi gengið á vellinum í dag en miklar kröfur séu á farþegum sem séu á leið úr landi. „Þeir þurfa að framvísa hér vottorðum í innritun samkvæmt þeim kröfum sem eru í því landi sem þeir eru að ferðast til. Þetta er mjög flókið og tímafrekt og því höfum við verið að biðja farþega að mæta hér tímanlega til að minnka raðirnar,“ segir Arngrímur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Stöð 2 Arngrímur mælir með því að fólk mæti á Leifsstöð þremur tímum fyrir brottför en þó virðist vera sem fólk nýti sér það ekki. Innritun á vellinum opnar klukkan hálf fimm á morgnanna en hann segir marga mæta um klukkan sex þrátt fyrir það. „Því miður gerist það hér oft og tíðum að fólk sem hyggst ætla að fljúga héðan að annað hvort hefur það ekki kynnt sér kröfurnar í því landi sem það ætlar að ferðast til og mætir hér án vottorða,“ segir Arngrímur. „Meira að segja farþegar og gestir hérna á Íslandi sem eru að fara aftur til síns heima, þeir hafa greinilega gleymt að kynna sér reglurnar í sínu heimalandi og eru því strandaglópar hér þar til þeir fara í sýnatöku og geta þá ferðast aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Hertar reglur á landamærunum tóku gildi á miðnætti. Þær kveða á um að ferðamenn sem búsettir eru á Íslandi eða með tengslanet hér á landi ber að fara strax í skimun eftir dvöl sína erlendis. Fyrir og við komuna til Íslands þurfa farþegar að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf geng Covid-19. Ekki er ljóst hvort að hertar reglur muni hafa áhrif á ferðavilja fólks til landsins. Það sem getur líka haft áhrif er hvaða reglur gilda þegar fólk snýr aftur heim og horfa stjórnvöld víða til litakóðunarkorts sóttvarnastofnunar Evrópu sem metur stöðu kórónuveirufaraldursins á tveggja vikna frest og birtist næsta kort á fimmtudag. Mögulegt að Ísland verði rautt í næstu viku „Það eru allar líkur að við verðum orðin appelsínugul á fimmtudaginn og við verðum mögulega rauð næst en nýgengið þarf að vera 200 til að teljast rauð,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Bólusettir breskir ferðamenn sem hafa dvalið hér á landi þurfa frá fimmtudegi að skila neikvæðu Covid prófi áður en þeir fljúga heim og taka annað við komu. Ekki þarf að fara í sóttkví nema seinna prófið reynist jákvætt. Verði Ísland rautt bætist við að Bretar á heimleið þurfa að dvelja á sóttvarnahóteli í tíu daga. Bandaríkin horfa ekki til litakóðunarkorts Evrópu en þar gildir að bólusettir Bandaríkjamenn á heimleið þurfa að skila inn neikvæðu Covid prófi áður en lagt er af stað heimleiðis. Þá þurfa þeir að fara í annað próf þremur dögum eftir heimkomu. Verði Ísland rautt þurfa bólusettir Danir sem hafa ferðast hér að skila neikvæðu Covid prófi fyrir brottförina heimá leið, taka annað próf þegar heim er komið og fara í sóttkví þegar heim er komið. Hætta á að fólk verði strandaglópar kynni það sér ekki reglur Í dag flaug 81 flugvél um Keflavíkurflugvöll og var mikil örtröð á vellinum þegar mest var. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir að ágætlega hafi gengið á vellinum í dag en miklar kröfur séu á farþegum sem séu á leið úr landi. „Þeir þurfa að framvísa hér vottorðum í innritun samkvæmt þeim kröfum sem eru í því landi sem þeir eru að ferðast til. Þetta er mjög flókið og tímafrekt og því höfum við verið að biðja farþega að mæta hér tímanlega til að minnka raðirnar,“ segir Arngrímur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Stöð 2 Arngrímur mælir með því að fólk mæti á Leifsstöð þremur tímum fyrir brottför en þó virðist vera sem fólk nýti sér það ekki. Innritun á vellinum opnar klukkan hálf fimm á morgnanna en hann segir marga mæta um klukkan sex þrátt fyrir það. „Því miður gerist það hér oft og tíðum að fólk sem hyggst ætla að fljúga héðan að annað hvort hefur það ekki kynnt sér kröfurnar í því landi sem það ætlar að ferðast til og mætir hér án vottorða,“ segir Arngrímur. „Meira að segja farþegar og gestir hérna á Íslandi sem eru að fara aftur til síns heima, þeir hafa greinilega gleymt að kynna sér reglurnar í sínu heimalandi og eru því strandaglópar hér þar til þeir fara í sýnatöku og geta þá ferðast aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira