Sport

Dagskráin í dag: Stigaþurfi Keflvíkingar heimsækja Þróttara

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Keflvíkingar sitja í næst neðsta sæti Pepsi Max deildar kvenna.
Keflvíkingar sitja í næst neðsta sæti Pepsi Max deildar kvenna.

Það er einn leikur á dagskrá á sportrásum okkar í dag þegar Þróttur R. tekur á móti Keflavík í Pepsi Max deild kvenna.

Útsendingin byrjar klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport, en Keflvíkingar þurfa á stigum að halda nú þegar mótið er rúmlega hálfnað.

Þær sitja í níunda og næst neðsta sæti Pepsi Max deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Þróttarar eru hinsvegar með sex stigum meira í sjötta sæti deildarinnar. Það er þéttur pakki í Pepsi Max deild kvenna í ár, og sigur gæti lyft Þrótturum upp í þriðja sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.