Sport

Systkini urðu Ólympíumeistarar með nokkra mínútna millibili

Valur Páll Eiríksson skrifar
Uta Abe vann til verðlauna á undan eldri bróður sínum, þó ekki löngu áður.
Uta Abe vann til verðlauna á undan eldri bróður sínum, þó ekki löngu áður. Harry How/Getty Images

Japönsku systkinin Hafimi og Uta Abe urðu í dag Ólympíumeistarar í júdó á heimavelli í Tókýó. Aðeins nokkrar mínútur liðu á milli þess sem þau tryggðu sér sinn titilinn hvort.

Hin 21 árs gamla Uta Abe mætti hinni frönsku Amandine Buchard í úrslitum í -52 kg flokki kvenna í júdó. Abe hafði þar betur en hún er að taka þátt á sínum fyrstu Ólympíuleikum og því að vinna sín fyrstu Ólympíuverðlaun. Hún varð áður heimsmeistari 2018 og 2019.

Hifumi Abe gat ekki verið minni maður en systir sín og fylgdi í hennar fótspor.Leon Neal/Getty Images

Bróðir hennar, hinn 23 ára gamli Hifumi Abe, mætti út á gólf skömmu síðar í úrslitum í -66 kg flokki karla. Þar lagði hann Georgíumanninn Vazha Margvelashvili að velli til að tryggja sér sín fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum, í fyrstu tilraun, rétt eins og hjá yngri systur hans.

Þau eru fyrstu systkinin í sögunni til að vinna Ólympíugull á sama deginum í einstaklingsíþrótt. Fyrr í nótt gerðist það að systur unnu gull, þegar þær Bronte og Cate Camp­bell frá Ástralíu, unnu til gullverðlauna og settu heimsmet í 4x100 metra boðsundi kvenna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.