Hver stjarnan á fætur annarri fyrir barðinu á hakkaranum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2021 10:56 Sunneva Einarsdóttir er meðal fórnarlamba hakkarans en hún nýtur mikilla vinsælda á Instagram. Vísir/Vilhelm Sunneva Einarsdóttir, strákarnir í Æði, Ástrós Trausta og Dóra Júlía eru á meðal fjölmargra nýrra fórnarlamba hakkara nokkurs sem hefur tekið yfir hvern Instagram-reikninginn á fætur öðrum undanfarinn rúman sólarhring. Leikkonan Kristín Pétursdóttir var á meðal fyrstu fórnarlamba hakkarans sem stærir sig af því að geta tekið yfir hvaða Instagram-reikning sem er og hvetur fólk til að senda sér tillögur að næstu fórnarlömbum. Fórnarlömbin sjá einfaldlega reikninginn sinn hverfa og engin svör fást. Kristín var í gær að vinna í því með Instagram að reyna að komast aftur í aðganginn sinn. Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða herferð og fórnarlömbin, sem sífellt fjölgar, eru komin í hópspjall og leita lausna. Af samskiptum sem þrjóturinn hefur átt við fórnarlömbin virðist hann við fyrstu sýn vera tyrkneskur. Birgitta Líf hafði ekki verið í samskiptum við sinn hakkara þegar Vísir náði af henni tali í gær. Sá hefur verið að senda skilaboð á aðra áhrifavalda þarsem hann gefur í skyn „hver sé næstur.“Vísir/Vilhelm Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, er einnig á meðal fórnarlamba. Þær Kristín njóta vinsælda á Instagram, báðar með yfir tuttugu þúsund fylgjendur. „Maður er auðvitað bara drulluhræddur. Maður veit ekki neitt en ég er núna búin að sanna að þetta sé ég og ég vona að þeir (Instagram) séu ekki búnir að eyða síðunni heldur að það sé möguleiki á því að virkja hana aftur,“ sagði Kristín við Vísi í gær. Bassi Vilhjálms, Patrekur Jaime og Binni Glee eru í sömu ömurlegu stöðu og þær Kristín og Birgitta. Sömu sögu er að segja um Dóru Júlíu plötusnúð og Sunnevu Einarsdóttur. Sú síðarnefnda nálgast fimmtíu þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Virðist þurfa að þekkja einhvern hjá Facebook Kristín segist í samtali við Vísi í morgun ekki hafa fengið nein svör frá Instagram. Svo virðist vera sem maður þurfi að þekkja einhvern innanhúss hjá Facebook, eiganda Instagram, til að eitthvað gerist í málinu. Um einn milljarður notenda eru á Instagram. „Auðunn Blöndal sagðist hafa náð að tala við einhvern markaðsstjóra,“ segir Kristín. Auðunn og söngkonan Bríet lentu í því að missa Instagram-síður sínar tímabundið. Auðunn hefur 43 þúsund fylgjendur og Bríet 15 þúsund. Það tókst að leysa málin í þeirra tilfellum. „Þessum mönnum leiðist bara. Get a life,“ segir Kristín. Þær Birgitta séu komnar með tölvunarfræðing í lið með sér sem segist bjartsýnn á að geta endurheimt reikninginn. „Ég reyni bara að vera bjartsýn líka.“ Fórnarlömbin hafa sum hver fengið tölvupóst frá hakkaranum þar sem hann segist vera sá sem tók yfir reikninginn. Vilji fólk opna reikninginn að nýju þurfi að svara póstinum. Samfélagsmiðlar Netglæpir Tengdar fréttir Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Leikkonan Kristín Pétursdóttir var á meðal fyrstu fórnarlamba hakkarans sem stærir sig af því að geta tekið yfir hvaða Instagram-reikning sem er og hvetur fólk til að senda sér tillögur að næstu fórnarlömbum. Fórnarlömbin sjá einfaldlega reikninginn sinn hverfa og engin svör fást. Kristín var í gær að vinna í því með Instagram að reyna að komast aftur í aðganginn sinn. Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða herferð og fórnarlömbin, sem sífellt fjölgar, eru komin í hópspjall og leita lausna. Af samskiptum sem þrjóturinn hefur átt við fórnarlömbin virðist hann við fyrstu sýn vera tyrkneskur. Birgitta Líf hafði ekki verið í samskiptum við sinn hakkara þegar Vísir náði af henni tali í gær. Sá hefur verið að senda skilaboð á aðra áhrifavalda þarsem hann gefur í skyn „hver sé næstur.“Vísir/Vilhelm Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, er einnig á meðal fórnarlamba. Þær Kristín njóta vinsælda á Instagram, báðar með yfir tuttugu þúsund fylgjendur. „Maður er auðvitað bara drulluhræddur. Maður veit ekki neitt en ég er núna búin að sanna að þetta sé ég og ég vona að þeir (Instagram) séu ekki búnir að eyða síðunni heldur að það sé möguleiki á því að virkja hana aftur,“ sagði Kristín við Vísi í gær. Bassi Vilhjálms, Patrekur Jaime og Binni Glee eru í sömu ömurlegu stöðu og þær Kristín og Birgitta. Sömu sögu er að segja um Dóru Júlíu plötusnúð og Sunnevu Einarsdóttur. Sú síðarnefnda nálgast fimmtíu þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Virðist þurfa að þekkja einhvern hjá Facebook Kristín segist í samtali við Vísi í morgun ekki hafa fengið nein svör frá Instagram. Svo virðist vera sem maður þurfi að þekkja einhvern innanhúss hjá Facebook, eiganda Instagram, til að eitthvað gerist í málinu. Um einn milljarður notenda eru á Instagram. „Auðunn Blöndal sagðist hafa náð að tala við einhvern markaðsstjóra,“ segir Kristín. Auðunn og söngkonan Bríet lentu í því að missa Instagram-síður sínar tímabundið. Auðunn hefur 43 þúsund fylgjendur og Bríet 15 þúsund. Það tókst að leysa málin í þeirra tilfellum. „Þessum mönnum leiðist bara. Get a life,“ segir Kristín. Þær Birgitta séu komnar með tölvunarfræðing í lið með sér sem segist bjartsýnn á að geta endurheimt reikninginn. „Ég reyni bara að vera bjartsýn líka.“ Fórnarlömbin hafa sum hver fengið tölvupóst frá hakkaranum þar sem hann segist vera sá sem tók yfir reikninginn. Vilji fólk opna reikninginn að nýju þurfi að svara póstinum.
Samfélagsmiðlar Netglæpir Tengdar fréttir Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37