Skiltakonan hugsaði ekki um neitt nema að koma sér í sjónvarpið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 09:00 Hjólreiðamennirnir Kristian Sbaragli og Bryan Coquard voru tveir af þeim sem fóru hvað verst út úr þessum árekstri. AP/Anne-Christine Poujoulat Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, eru í fullum gangi en hegðun eins áhorfandans stal svo sannarlega fyrirsögnunum á fyrstu dögum keppninnar. Kona ein mætti til að horfa á fyrsta dag Frakklandshjólreiðanna og hafði með sér risaskilti. Það er talið að hún beri ábyrgð á risaárekstri sem varð 45 kílómetrum frá endamarkinu á fyrstu keppnisleiðinni frá Brest til Landerneau. Police in France have arrested a woman who they say is the spectator who held up a sign and caused a serious crash at the Tour de France on Saturday. https://t.co/wwgrWqOTtH— The New York Times (@nytimes) June 30, 2021 Konan með skiltið er enn nafnlaus en lögreglan hefur fundið út hver hún er og var hún handtekin í gær og tekin í yfirheyrslu. Það er ekki vitað hvað hún ætlaði sér að gera eða hverju hún var að mótmæla ef hún var þá að mótmæla einhverju. Á þessu risaskilti hennar stóð „ALLEZ OPI-OMI!“ á frönsku sem þýðir „Áfram amma og afi“ á íslenskunni. Það bendir því allt til þess að hún ætlaði að skila kveðju til ömmu sinnar og afa sem væntanlega eru aðdáendur Frakklandshjólreiðanna. Konan var ekkert að horfa á hjólreiðakappana þegar þeir komu á fullri ferð heldur var aðeins að hugsa um að koma skiltinu sínu fyrir sjónvarpsvélarnar sem fóru á undan hópnum. Police have arrested the woman accused of causing the Tour De France crash after looking for her the last four days. pic.twitter.com/fUqs2rRrg9— The News with Shepard Smith (@thenewsoncnbc) June 30, 2021 Skiltið hennar rakst í þýska hjólreiðamanninn Tony Martin sem var meðal fremstu manna. Hann féll í jörðina og í framhaldinu féllu fjölmargir hjólreiðamenn til viðbótar. Útkoman var hrúga af mannlausum hjólum og liggjandi hjólreiðaköppum. Atvikið orsakaði margra mínútna töf á keppninni og strax fóru menn að benda á umrædda konu sem sökudólg. Yfirmaður Frakklandshjólreiðanna hefur hótað því að kæra konuna og sýna fólki sem sýnir slíkt ábyrgðarleysi að því fylgi miklar afleiðingar. Konan með skiltið gæti líka átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi auk þess að þurfa að borga meira en fjögurra milljóna króna sekt. Hér fyrir ofan má sjá atvikið. Mathieu van der Poel er áfram í gulu treyjunni eftir fimm keppnisleiðir en ríkjandi meistari, Tadej Pogacar, átti mjög góðan dag og náði henni næstum því af honum. @TamauPogi the boss! The title-holder made the most of the first TT of the #TDF2021 to build a gap over his main rivals! @mathieuvdpoel performs brilliantly to retain the @MaillotjauneLCL! The highlights of the 5th stage! pic.twitter.com/bmY7zNocIo— Tour de France (@LeTour) June 30, 2021 Hjólreiðar Frakkland Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Sjá meira
Kona ein mætti til að horfa á fyrsta dag Frakklandshjólreiðanna og hafði með sér risaskilti. Það er talið að hún beri ábyrgð á risaárekstri sem varð 45 kílómetrum frá endamarkinu á fyrstu keppnisleiðinni frá Brest til Landerneau. Police in France have arrested a woman who they say is the spectator who held up a sign and caused a serious crash at the Tour de France on Saturday. https://t.co/wwgrWqOTtH— The New York Times (@nytimes) June 30, 2021 Konan með skiltið er enn nafnlaus en lögreglan hefur fundið út hver hún er og var hún handtekin í gær og tekin í yfirheyrslu. Það er ekki vitað hvað hún ætlaði sér að gera eða hverju hún var að mótmæla ef hún var þá að mótmæla einhverju. Á þessu risaskilti hennar stóð „ALLEZ OPI-OMI!“ á frönsku sem þýðir „Áfram amma og afi“ á íslenskunni. Það bendir því allt til þess að hún ætlaði að skila kveðju til ömmu sinnar og afa sem væntanlega eru aðdáendur Frakklandshjólreiðanna. Konan var ekkert að horfa á hjólreiðakappana þegar þeir komu á fullri ferð heldur var aðeins að hugsa um að koma skiltinu sínu fyrir sjónvarpsvélarnar sem fóru á undan hópnum. Police have arrested the woman accused of causing the Tour De France crash after looking for her the last four days. pic.twitter.com/fUqs2rRrg9— The News with Shepard Smith (@thenewsoncnbc) June 30, 2021 Skiltið hennar rakst í þýska hjólreiðamanninn Tony Martin sem var meðal fremstu manna. Hann féll í jörðina og í framhaldinu féllu fjölmargir hjólreiðamenn til viðbótar. Útkoman var hrúga af mannlausum hjólum og liggjandi hjólreiðaköppum. Atvikið orsakaði margra mínútna töf á keppninni og strax fóru menn að benda á umrædda konu sem sökudólg. Yfirmaður Frakklandshjólreiðanna hefur hótað því að kæra konuna og sýna fólki sem sýnir slíkt ábyrgðarleysi að því fylgi miklar afleiðingar. Konan með skiltið gæti líka átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi auk þess að þurfa að borga meira en fjögurra milljóna króna sekt. Hér fyrir ofan má sjá atvikið. Mathieu van der Poel er áfram í gulu treyjunni eftir fimm keppnisleiðir en ríkjandi meistari, Tadej Pogacar, átti mjög góðan dag og náði henni næstum því af honum. @TamauPogi the boss! The title-holder made the most of the first TT of the #TDF2021 to build a gap over his main rivals! @mathieuvdpoel performs brilliantly to retain the @MaillotjauneLCL! The highlights of the 5th stage! pic.twitter.com/bmY7zNocIo— Tour de France (@LeTour) June 30, 2021
Hjólreiðar Frakkland Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Sjá meira