Lífið

Skid Row-söngvarinn Johnny Solin­ger látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Johnny Solinger á tónleikum Skid Row í London árið 2013.
Johnny Solinger á tónleikum Skid Row í London árið 2013. Getty

Bandaríski söngvarinn Johnny Solinger, sem var um árabil söngvari þungarokkssveitarinnar Skid Row, er látinn, 55 ára að aldri.

Solinger lést á laugardaginn, um mánuði eftir að hann greindi opinberlega frá því að hann glímdi við lifrarbilun.

Solinger gekk til liðs við Skid Row árið 1999 og kom þá í stað Sebastian Bach sem hafði verið söngvari sveitarinnar frá upphafi. Solinger sagði skilið við sveitina árið 2015 og fyllti þá Scotti Hill skarðið.

Á opinberri Instagram-síðu Skid Row segir að liðsmenn sveitarinnar séu hryggir að frétta af andláti Solingers. Hugur þeirra sé hjá fjölskyldu hans, vinum og aðdáendum og segjast þeir biðja að heilsa „Scrappy“, afa Solingers, en Solinger gaf út sólóplötu sem bar nafnið „Scrappy Smith“.

Johnny Solinger var söngvari Skid Row á plötunum Thickskin, Revolutions per Minute, United world rebellion og Rise of the damnation army.

Skid Row hefur tvívegis komið til Íslands til að halda tónleika - í Laugardalshöll árið 1991 og Nasa árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×