Sport

Dagskráin í dag: Pepsi Max deild og EM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Danirnir mæta Rússum á Parken í dag.
Danirnir mæta Rússum á Parken í dag. Jonathan Nackstrand/Getty

Það verður meiri og meiri spenna á Evrópumótinu með hverjum deginum sem líður og í dag eru fjórir leikir á dagskrá.

Klukkan 16.00 er það Úkraína gegn Austurríki og Norður Makedónía gegn Hollandi en Hollendinagr eru komnir áfram.

Klukkan 19.00 er það Rússland gegn Danmörku og Finnland gegn Belgíu en veglega upphitun verður fyrir alla leikina.

Þeir verða svo að sjálfsögðu gerðir upp í EM í dag en það er ekki bara leikinn fótbolti út í heimi í dag.

Það er nefnilega líka leikið í Pepsi Max deild karla og kvenna.

Í Pepsi Max deild karla mætast Víkingur og KR klukkan 19.15 en í Pepsi Max deild kvenna er leikur Selfoss og Breiðabliks í beinni.

Allar útsendingar dagsins má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.