Lífið

Aron Mola og Hildur eiga von á barni

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Nýútskrifuð Hildur og leikarinn Aron Már eiga von á öðrum dreng.
Nýútskrifuð Hildur og leikarinn Aron Már eiga von á öðrum dreng.

Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola og unnusta hans Hildur Skúladóttir eiga von á öðrum dreng.

Aron og Hildur tilkynntu fréttirnar á Instagram í dag. Um tvöfalda tilkynningu var að ræða en Hildur var einnig að útskrifast sem sálfræðingur.

Drengurinn er væntanlegur í október og er þeirra annað barn. Fyrir eiga þau Birni Blæ, þriggja ára.

Aron sló eftirminnilega í gegn í þáttunum Ófærð og fór einnig með hlutverk William Shakespeare í verkinu Shakespeare in Love sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Þá fer hann með hlutverk Bubba í söngleiknum Níu líf sem sýndur er í Borgarleikhúsinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.