Sport

Dagskráin: US Open, Risaleikur í München og úrslit í Domino's

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ronaldo skoraði tvö í fyrsta leik. Hvað gerir hann gegn Þjóðverjum í dag?
Ronaldo skoraði tvö í fyrsta leik. Hvað gerir hann gegn Þjóðverjum í dag? Getty Images/Alex Pantling

EM-veislan heldur áfram á Stöð 2 Sport í dag, líkt og meistarataktar í golfi á US Open. Þá er komið að öðrum leik úrslitaeinvígis Keflavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19:30 í kvöld hefst upphitun fyrir leik Þórs Þorlákshafnar og Keflavíkur í úrslitaeinvíginu í Domino's deild karla í körfubolta. Keflavík hafði farið taplaust í gegnum úrslitakeppnina, allt þar til Þórsliðið vann sterkan sigur, 91-73. Áhugavert verður að sjá hvernig Keflvíkingar komi til leiks eftir fyrsta tapið sitt í langan tíma.

Stöð 2 Sport / Stöð 2 EM 2020

Spilað er í dauðariðlinum, F-riðli Evrópumótsins í fótbolta, í dag. Klukkan 13:00 hefst leikur heimsmeistara Frakka við Ungverjaland fyrir framan 60 þúsund grímulausa ungverska áhorfendur í Búdapest.

Stórleikur dagsins er klukkan 16:00 í München í Þýskalandi þar sem þeir þýsku þurfa sigur gegn ríkjandi Evrópumeisturum Portúgals. Portúgal vann 3-0 gegn Ungverjum í fyrsta leik en Þjóðverjar töpuðu fyrir Frökkum.

Þá lýkur EM-dagskránni þann daginn með leik Spánar og Póllands klukkan 19:00 í E-riðli þar sem bæði lið þurfa sigur. Spánn er með eitt stig en Pólverjar án stiga.

Stöð 2 Golf

Þriðji hringur US Open hefst í dag og fer bein útsending frá mótinu af stað klukkan 13:00 á Stöð 2 Golf.

Stöð2.is

Keflavík og Tindastóll mætast í Pepsi Max-deild kvenna klukkan 16:00 í dag og hefst bein útsending frá þeim leik á Stöð2.is klukkan 15:50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×