Seldi Bubba húsið með því skilyrði að fá frímiða á alla tónleika Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júní 2021 15:30 Feðgarnir Rúnar Gunnarsson (t.v.) og Gunnar Gunnarsson (t.h.) með Bubba fyrir framan húsið sem hann keypti af honum Gunnari. Gunnar Gunnarsson Gunnar Kr. Gunnarsson, 83 ára Seltirningur, seldi ástsæla tónlistarmanninum Bubba húsið sitt á dögunum. Eitt af þeim skilyrðum sem Gunnar setti við söluna var að hann fengi miða á alla tónleika Bubba það sem eftir er ævinnar. „Þetta leiddi hvað af öðru við eldhúsborðið að ég yrði fastagestur á tónleikum hjá honum framvegis. Það var bara samþykkt strax. Og sonurinn, yngsti, hann Rúnar fer í sama pakka,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Auk þess að fá miða á alla tónleika Bubba fær hann óskalag á tónleikunum, eða öllu heldur aukalag, sem Bubbi lætur ekki eftir neinum öðrum. Uppáhaldslagið hans í 75 ár Gunnar mætti á tónleika Bubba núna á miðvikudaginn þar sem Bubbi spilaði óskalag fyrir Gunnar. „Þeir spila og spila og aldrei kemur lagið mitt og þegar hann kveður þá fyrst fatta ég að það sem hann kallar aukalag ákvað hann strax í byrjun að yrði lokalag. Það verður fyrir bragðið helmingi lengra því hann notar lagið til að kynna sína átta manna hljómsveit. Allir tóku sín sóló,“ segir Gunnar. Lagið, When The Saints Go Marching In, hefur verið uppáhalds lag Gunnars í um 75 ár. „Pabbi minn hlustaði alltaf á Dixieland-tónlist og ég smitaðist af því og Dixieland- og Sál-mússík er mín mússík. Þetta lag hefur alla tíð verið mitt uppáhalds. En að hlusta á það á svona tónleikum, í svona reggí-útsetningu, það er svolítið sérstakt,“ segir Gunnar. Hann segir Bubba hafa sent sér póst fyrir tónleikana og tilkynnt honum það að hann hefði fundið útgáfu af laginu í flutningi Louis Armstrong sem hann hygðist yfirfæra í reggítóna. „Fyrir bragðið verður lagið fallegra, betra og skemmtilegra en ég hef nokkurn tíma heyrt það,“ segir Gunnar. „Ef þú heyrir það myndirðu falla í sömu gildruna.“ „Ég held hann eigi eftir að spila það aftur fyrir mig.“ „Hann er miklu elskulegri en margur heldur“ Gunnar segist mikill Bubba aðdáandi, sérstaklega eftir að hann kynntist tónlistarmanninum. „Ákveðin tímabil hjá Bubba eru alveg toppurinn hjá mér. Mörg af hans lögum eru alveg óaðfinnanleg. Hann segir svo oft sögur í textunum sínum,“ segir Gunnar. „Mér finnst hann þrælmerkileg persóna, sérstaklega eftir að ég kynntist honum.“ Þeir félagarnir kynntust í húsabraskinu fyrir um sex mánuðum síðan og segir Gunnar allt ferlið hafa verið ánægjulegt. „Hann er miklu elskulegri en margur heldur og konan hans er alveg jafn elskuleg,“ segir Gunnar. Bubbi og Gunnar sitja hér saman.Gunnar Gunnarsson Hannaði og smíðaði húsið sjálfur Hann segir ýmislegt við húskaupin hafa verið ánægjulegt. Eiginkona Gunnars lagði mikla rækt við garðinn þeirra og Bubbi er þekktur rósaræktandi. „Hann var byrjaður að setja niður plöntur áður en hann fékk húsið afhent. Þannig að samkomulagið í gegn um þessa sölu var ljúft og skemmtilegt. Og það var skemmtilegt að kynnast honum. Ég fékk enn meira álit á honum eftir að ég kynntist honum,“ segir Gunnar. „En ég held að hvernig hann útfærði þetta lag, það hækkar bara hans gæðakvóta finnst mér. Þetta er eitt það albesta sem ég hef heyrt um æfina.“ Gunnar hannaði og smíðaði húsið sjálfur fyrir 34 árum síðan. „Húsið er sérlega fallegt og ég veit að hann elskar það. Hann er með herbergi í kjallaranum sérstaklega fyrir sig og ég veit að hann á eftir að njóta þess,“ segir Gunnar. „Ég hafði sérstaklega gaman af því að kynnast honum því maður sér bara svona fólk í fjarska og það er gott þegar maður kynnist fallegum persónum. Hann er betri en margir halda og inn við beinið virkilega góður maður.“ Tónlist Seltjarnarnes Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
„Þetta leiddi hvað af öðru við eldhúsborðið að ég yrði fastagestur á tónleikum hjá honum framvegis. Það var bara samþykkt strax. Og sonurinn, yngsti, hann Rúnar fer í sama pakka,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Auk þess að fá miða á alla tónleika Bubba fær hann óskalag á tónleikunum, eða öllu heldur aukalag, sem Bubbi lætur ekki eftir neinum öðrum. Uppáhaldslagið hans í 75 ár Gunnar mætti á tónleika Bubba núna á miðvikudaginn þar sem Bubbi spilaði óskalag fyrir Gunnar. „Þeir spila og spila og aldrei kemur lagið mitt og þegar hann kveður þá fyrst fatta ég að það sem hann kallar aukalag ákvað hann strax í byrjun að yrði lokalag. Það verður fyrir bragðið helmingi lengra því hann notar lagið til að kynna sína átta manna hljómsveit. Allir tóku sín sóló,“ segir Gunnar. Lagið, When The Saints Go Marching In, hefur verið uppáhalds lag Gunnars í um 75 ár. „Pabbi minn hlustaði alltaf á Dixieland-tónlist og ég smitaðist af því og Dixieland- og Sál-mússík er mín mússík. Þetta lag hefur alla tíð verið mitt uppáhalds. En að hlusta á það á svona tónleikum, í svona reggí-útsetningu, það er svolítið sérstakt,“ segir Gunnar. Hann segir Bubba hafa sent sér póst fyrir tónleikana og tilkynnt honum það að hann hefði fundið útgáfu af laginu í flutningi Louis Armstrong sem hann hygðist yfirfæra í reggítóna. „Fyrir bragðið verður lagið fallegra, betra og skemmtilegra en ég hef nokkurn tíma heyrt það,“ segir Gunnar. „Ef þú heyrir það myndirðu falla í sömu gildruna.“ „Ég held hann eigi eftir að spila það aftur fyrir mig.“ „Hann er miklu elskulegri en margur heldur“ Gunnar segist mikill Bubba aðdáandi, sérstaklega eftir að hann kynntist tónlistarmanninum. „Ákveðin tímabil hjá Bubba eru alveg toppurinn hjá mér. Mörg af hans lögum eru alveg óaðfinnanleg. Hann segir svo oft sögur í textunum sínum,“ segir Gunnar. „Mér finnst hann þrælmerkileg persóna, sérstaklega eftir að ég kynntist honum.“ Þeir félagarnir kynntust í húsabraskinu fyrir um sex mánuðum síðan og segir Gunnar allt ferlið hafa verið ánægjulegt. „Hann er miklu elskulegri en margur heldur og konan hans er alveg jafn elskuleg,“ segir Gunnar. Bubbi og Gunnar sitja hér saman.Gunnar Gunnarsson Hannaði og smíðaði húsið sjálfur Hann segir ýmislegt við húskaupin hafa verið ánægjulegt. Eiginkona Gunnars lagði mikla rækt við garðinn þeirra og Bubbi er þekktur rósaræktandi. „Hann var byrjaður að setja niður plöntur áður en hann fékk húsið afhent. Þannig að samkomulagið í gegn um þessa sölu var ljúft og skemmtilegt. Og það var skemmtilegt að kynnast honum. Ég fékk enn meira álit á honum eftir að ég kynntist honum,“ segir Gunnar. „En ég held að hvernig hann útfærði þetta lag, það hækkar bara hans gæðakvóta finnst mér. Þetta er eitt það albesta sem ég hef heyrt um æfina.“ Gunnar hannaði og smíðaði húsið sjálfur fyrir 34 árum síðan. „Húsið er sérlega fallegt og ég veit að hann elskar það. Hann er með herbergi í kjallaranum sérstaklega fyrir sig og ég veit að hann á eftir að njóta þess,“ segir Gunnar. „Ég hafði sérstaklega gaman af því að kynnast honum því maður sér bara svona fólk í fjarska og það er gott þegar maður kynnist fallegum persónum. Hann er betri en margir halda og inn við beinið virkilega góður maður.“
Tónlist Seltjarnarnes Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira