Sorglegt „að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2021 17:48 Ólafur Baldursson, framvkæmdastjóri lækninga á Landspítalanum Vísir/Arnar Stjórnendur Landspítala viðurkenna að hólfaskiptingu og aðgerðastjórnun á Landakoti hafi verið ábótavant þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp í haust. Sorglegt sé að elsta og viðkvæmasta fólkinu sé boðið upp á svo lakan húsakost. Ný Landakotsskýrsla landlæknis var birt í gær en embættið komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að ófullkomin hólfaskipting á Landakoti hafi verið helsti áhrifaþáttur þess að hópsýkingin hafi orðið eins alvarleg og raun ber vitni. Þá hafi aðgerðastjórn verið ábótavant í upphafi atburðarásarinnar. Í yfirlýsingu frá Landspítalanum í dag segist hann í megindráttum sammála niðurstöðu Landlæknis. „Þetta er auðvitað hörmulegt mál og okkar starfsfólk er miður sín yfir þessu. Þarna urðu mörg andlát eins og komð hefur fram og það er auðvitað sérstaklega erfitt þegar fólk deyr við þessar aðstæður, það er einangrun í gangi og samskipti öll eru erfið,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Hólfunin afleiðing af húsnæðinu Hann segir að umbætur hafi þegar verið gerðar í samræmi við ábendingar landlæknis. Fjölbýlum á Landakoti hafi verið fækkað og loftræstikerfi hafi verið komið fyrir. Verið sé að styrkja sýkingavarnir og efla mönnun. „Þarna er um að ræða algörlega úrelt og gamalt húsnæði og auðvitað er það sorglegt fyrir okkur sem samfélag að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta, þannig að það tel ég vera mjög stórt mál. Hólfunin er því miður svolítil afleiðing af húsnæðinu.“ Þá sé verið að skoða samstarf farsóttarnefndar og viðbragðsstjórnar spítalans. „Og hvað varðar stjórnunarþáttinn þá eru þar nokkur atriði sem við tökum mjög alvarlega og höfum verið að skoða, samstarfið og stjórnunin gekk að mörgu leyti vel en auðvitað er alltaf eitthvað sem þarf að laga.“ Teljið þið ykkur geta tryggt að svona komi ekki fyrir aftur? „Það er aldrei hægt að tryggja hluti hundrað prósent í heilbrigðisþjónustu, það er bara eðli heilbrigðisþjónustu. Markmið okkar er að stefna alltaf á hundrað prósent og stefna á núll alvarleg atvik.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Eldri borgarar Tengdar fréttir Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ný Landakotsskýrsla landlæknis var birt í gær en embættið komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að ófullkomin hólfaskipting á Landakoti hafi verið helsti áhrifaþáttur þess að hópsýkingin hafi orðið eins alvarleg og raun ber vitni. Þá hafi aðgerðastjórn verið ábótavant í upphafi atburðarásarinnar. Í yfirlýsingu frá Landspítalanum í dag segist hann í megindráttum sammála niðurstöðu Landlæknis. „Þetta er auðvitað hörmulegt mál og okkar starfsfólk er miður sín yfir þessu. Þarna urðu mörg andlát eins og komð hefur fram og það er auðvitað sérstaklega erfitt þegar fólk deyr við þessar aðstæður, það er einangrun í gangi og samskipti öll eru erfið,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Hólfunin afleiðing af húsnæðinu Hann segir að umbætur hafi þegar verið gerðar í samræmi við ábendingar landlæknis. Fjölbýlum á Landakoti hafi verið fækkað og loftræstikerfi hafi verið komið fyrir. Verið sé að styrkja sýkingavarnir og efla mönnun. „Þarna er um að ræða algörlega úrelt og gamalt húsnæði og auðvitað er það sorglegt fyrir okkur sem samfélag að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta, þannig að það tel ég vera mjög stórt mál. Hólfunin er því miður svolítil afleiðing af húsnæðinu.“ Þá sé verið að skoða samstarf farsóttarnefndar og viðbragðsstjórnar spítalans. „Og hvað varðar stjórnunarþáttinn þá eru þar nokkur atriði sem við tökum mjög alvarlega og höfum verið að skoða, samstarfið og stjórnunin gekk að mörgu leyti vel en auðvitað er alltaf eitthvað sem þarf að laga.“ Teljið þið ykkur geta tryggt að svona komi ekki fyrir aftur? „Það er aldrei hægt að tryggja hluti hundrað prósent í heilbrigðisþjónustu, það er bara eðli heilbrigðisþjónustu. Markmið okkar er að stefna alltaf á hundrað prósent og stefna á núll alvarleg atvik.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Eldri borgarar Tengdar fréttir Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21