Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slita­rimman hefst, stór­leikur á Hlíðar­enda og EM heldur á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valsarar taka á móti Blikum í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld.
Valsarar taka á móti Blikum í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á EM veislu, úrslitarimmu Domino´s deildar karla sem og stórleiki í Pepsi Max-deildinni í knattspyrnu.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.30 hefst upphitun fyrir stórleik Keflavíkur og Þórs Þorlákshafnar í úrslitum Domino´s deildar karla. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 20.05 og Körfuboltakvöld er svo á dagskrá klukkan 22.00.

Stöð 2 Sport 2 / Stöð 2 EM2020

Upphitun EM í dag hefst klukkan 12.30. Hálftíma síðar hefst leikur Finnlands og Rússlands í B-riðli. Eftir leik verður hann gerður upp og farið yfir allt það helsta úr leiknum.

Klukkan 15.30 hefst upphitun fyrir leik Tyrklands og Wales í A-riðli. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og eftir leik verður hann að sjálfsögðu gerður upp.

Klukkan 18.30 hefst upphitun fyrir síðasta leik dagsins. Það er stórleikur Ítalíu og Sviss sem hefst klukkan 19.00. Hann verður svo gerður upp að leik loknum.

Klukkan 21.00 er svo EM í dag á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 19.30 hefst upphitun fyrir stórleikinn á Hlíðarenda. Klukkan 20.05 hefst svo leikur Vals og Breiðabliks. Klukkan 22.15 er Stúkan svo á dagskrá en þar verður farið yfir leiki dagsins.

Stöð2.is

Klukkan 20.05 er leikur FH og Stjörnunnar á dagskrá.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.