Fær loks réttargæslumann vegna líkamsárásar, frelsissviptingar og hótana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júní 2021 15:52 Maðurnn varð fyrir verulegu heilsutjóni í kjölfar atviksins og eru andlegar afleiðingar þess langvinnar. Vísir/Vilhelm Landsréttur úrskurðaði 10. júní síðastliðinn að karlmaður á fimmtugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og hótunum, fái réttargæslumann til að gæta hagsmuna hans í málinu. Landsréttur felldi úr gildi úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra sem taldi manninn ekki eiga rétt á réttargæslumanni. Í málinu eru þrír menn ákærðir fyrir að hafa svipt brotaþola frelsi, ráðist á hann og hótað honum þann 5. september 2017 í heimahúsi á Akureyri. Þeim er meðal annars gert það að sök að hafa ítrekað slegið í höfuð og líkama mannsins, sparkað og stigið á höfuð hans, sett viskastykki yfir vit hans og hellt vatni yfir, hótað að beita hann frekara ofbeldi, hótað að henda honum í sjóinn, fram af brú og hótað að vinna honum mein með borvél og dúkahníf. Þessi atlaga hafi staðið yfir í um fjórar klukkustundir. Maðurinn varð illa úti eftir árásina. Hann var marinn á báðum eyrum og hálsi, blóð var inni á hægri hljóðhimnu og maðurinn fann fyrir miklum eymslum í hálshrygg og um miðjan kvið. Auk þess brotnuðu fjögur rifbein í honum, vinstri þvertindur efsta lendhryggjar var brotinn og maðurinn var í miklu áfalli dagana eftir atvikið að því er fram kemur í úrskurðinum. Þá leitaði maðurinn aftur á sjúkrahús nokkrum dögum eftir að hann var útskrifaður af skurðdeild, þar sem hann lá í nokkra daga, vegna heyrnaleysis og versnandi verkja. Niðurstaða læknis var sú að maðurinn hafi hlotið alvarlega áverka á hægra eyra sem hafi leitt til leka á heila- og mænuvökva sem hafi valdið heyrnartapi og síðan sýkingu í vökvanum. Langvinnar afleiðingar og verulegt heilsutjón Þá er kona ákærð í málinu en hún er barnsmóðir þolandans. Teljast þau því nátengd í málinu. Í rökstuðningi héraðsdóms fyrir synjun beiðninnar kemur hins vegar fram að engin gögn um núverandi ástand mannsin, hvorki andlegt né líkamlegt, lægju fyrir til að sýna fram á sérstaka þörf mannsins á aðstoð frá réttargæslumanni. Vottorð frá geðlækni var lagt fyrir Landsrétt. Í mati geðlæknis kom fram að maðurinn glímdi við veikindi og hafi verið öryrki vegna þeirra í um áratug. Ástand hans hafi hins vegar versnað til munar í kjölfar atvikanna sem rakin eru hér að ofan. Afleiðingarnar séu langvinnar og hafi enn frekar skert getu mannsins á flestum sviðum. Mat geðlæknirinn það svo að maðurinn þyrfti nauðsynlega aðstoð réttargæslumann við meðferð málsins. Landsréttur tók það einnig fram að ljóst væri að maðurinn hafi orðið fyrir verulegu heilsutjóni í kjölfar atviksins. Þá væri hann nátengdur einum ákærða, barnsmóður sinni, og mat geðlæknisins gerði ljóst að maðurinn þyrfti á réttargæslumanni að halda. Úrskurður héraðsdóms frá 1. júní síðastliðnum var því felldur úr gildi. Dómsmál Akureyri Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Í málinu eru þrír menn ákærðir fyrir að hafa svipt brotaþola frelsi, ráðist á hann og hótað honum þann 5. september 2017 í heimahúsi á Akureyri. Þeim er meðal annars gert það að sök að hafa ítrekað slegið í höfuð og líkama mannsins, sparkað og stigið á höfuð hans, sett viskastykki yfir vit hans og hellt vatni yfir, hótað að beita hann frekara ofbeldi, hótað að henda honum í sjóinn, fram af brú og hótað að vinna honum mein með borvél og dúkahníf. Þessi atlaga hafi staðið yfir í um fjórar klukkustundir. Maðurinn varð illa úti eftir árásina. Hann var marinn á báðum eyrum og hálsi, blóð var inni á hægri hljóðhimnu og maðurinn fann fyrir miklum eymslum í hálshrygg og um miðjan kvið. Auk þess brotnuðu fjögur rifbein í honum, vinstri þvertindur efsta lendhryggjar var brotinn og maðurinn var í miklu áfalli dagana eftir atvikið að því er fram kemur í úrskurðinum. Þá leitaði maðurinn aftur á sjúkrahús nokkrum dögum eftir að hann var útskrifaður af skurðdeild, þar sem hann lá í nokkra daga, vegna heyrnaleysis og versnandi verkja. Niðurstaða læknis var sú að maðurinn hafi hlotið alvarlega áverka á hægra eyra sem hafi leitt til leka á heila- og mænuvökva sem hafi valdið heyrnartapi og síðan sýkingu í vökvanum. Langvinnar afleiðingar og verulegt heilsutjón Þá er kona ákærð í málinu en hún er barnsmóðir þolandans. Teljast þau því nátengd í málinu. Í rökstuðningi héraðsdóms fyrir synjun beiðninnar kemur hins vegar fram að engin gögn um núverandi ástand mannsin, hvorki andlegt né líkamlegt, lægju fyrir til að sýna fram á sérstaka þörf mannsins á aðstoð frá réttargæslumanni. Vottorð frá geðlækni var lagt fyrir Landsrétt. Í mati geðlæknis kom fram að maðurinn glímdi við veikindi og hafi verið öryrki vegna þeirra í um áratug. Ástand hans hafi hins vegar versnað til munar í kjölfar atvikanna sem rakin eru hér að ofan. Afleiðingarnar séu langvinnar og hafi enn frekar skert getu mannsins á flestum sviðum. Mat geðlæknirinn það svo að maðurinn þyrfti nauðsynlega aðstoð réttargæslumann við meðferð málsins. Landsréttur tók það einnig fram að ljóst væri að maðurinn hafi orðið fyrir verulegu heilsutjóni í kjölfar atviksins. Þá væri hann nátengdur einum ákærða, barnsmóður sinni, og mat geðlæknisins gerði ljóst að maðurinn þyrfti á réttargæslumanni að halda. Úrskurður héraðsdóms frá 1. júní síðastliðnum var því felldur úr gildi.
Dómsmál Akureyri Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent