Erlent

Vilja geta bannað ráðherrum að sinna hagsmunagæslu í allt að fimm ár

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
David Cameron setti sig í samband við ráðherra fyrir hönd Greensill Capital og þáði laun fyrir.
David Cameron setti sig í samband við ráðherra fyrir hönd Greensill Capital og þáði laun fyrir. epa/Neil Hall

Ein af siðanefndum breska þingsins hefur lagt til að hægt verði að banna ráðherrum að sinna hagsmunagæslu fyrir einkaaðila í allt að fimm ár eftir að þeir hafa hætt í stjórnmálum.

Tillögurnar eru lagðar fram í kjölfar svokallaðs Greensill-hneykslis, sem snérist um það að David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra, sendi textaskilaboð á ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson fyrir hönd fyrirtækisins Greensill Capital.

Nefndin, The Committee on Standards in Public Life, komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld ættu að geta bannað ráðherrum að sinna hagsmunagæslu í allt að fimm ár. 

Fimm ára reglan ætti að gilda í þeim tilvikum þegar um væri að ræða háttsettan ráðherra og/eða ráðherra sem byggju yfir tengslum eða gögnum sem þeir gætu mögulega nýtt í þágu einkaaðila meira en tveimur árum eftir að þeir létu af embætti.

Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að ráðherrar hagnist á upplýsingum sem þeir fá á meðan þeir seinna störfum sínum. Endanleg niðurstaða nefndarinnar verður kynnt forsætisráðherra síðar á árinu.

Nefndin sem um ræðir var sett á laggirnar 1994, eftir að upp komst að þingmenn höfðu þegið greiðslur frá einkaaðilum fyrir að spyrja spurninga í þinginu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.