Sport

Frá­bær endur­koma tryggði Djoko­vic ní­tjánda ris­a­titilinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Djokovic með titilinn eftir endurkomu dagsins.
Djokovic með titilinn eftir endurkomu dagsins. EPA-EFE/CAROLINE BLUMBERG

Novak Djokovic vann sinn 19. risatitil á ferlinum er hann bar sigur úr býtum á Opna franska meistaramótinu í tennis í dag.

Djokovic lenti í miklum vandræðum með Stefanos Tsitsipas – sem situr í fimmta sæti heimslistans - í úrslitum mótsins á Roland Garros-vellinum í París í dag. 

Tsitsipas vann fyrstu tvö settin og allt í einu var Djokovic – sem er í efsta sæti heimslistans – í tómu tjóni.

Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur settunum hófst endurkoman ótrúlega. Djokovic vann þriðja sett leiksins 6-3, fjórða settið 6-2 og að lokum fimmta settið 6-4.

Djokovic hefur nú unnið 19 risatitla á ferlinum og vantar því aðeins einn titil til viðbótar til að jafna þá Roger Federer og Rafael Nadal sem hafa báðir unnið tuttugu risatitla. 

Úr úrslitaleik dagsins.EPA-EFE/CAROLINE BLUMBERGFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.