Sport

Dag­skráin í dag: Eng­land hefur leik á EM á­samt stór­leikjum á Spáni og í NBA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Enska landsliðið hefur leik á EM í kvöld.
Enska landsliðið hefur leik á EM í kvöld. EPA-EFE/Paul Elli

Sunnudagur til sælu á Stöð 2 Sport í dag.

Stöð 2 EM / Stöð 2 Sport 2

Klukkan 12.30 hefst upphitun fyrir stórleik dagsins. Hálftíma síðar, klukkan 13.00 er svo leikur Englands og Króatíu á dagskrá. 

Klukkan 15.00 er leikurinn gerður upp og svo hefst upphitun fyrir leik Austurríkis og Norður-Makedóníu. Sá leikur hefst klukkan 16.00.

Í kjölfarið er sá leikur svo gerður upp áður en hitað er upp fyrir lokaleik dagsins. Þar mætast Holland og Úkraína en sá leikur hefst klukkan 19.00.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 16.20 hefst úrslita einvígi spænska körfuboltans. Þar mætast risarnir Real Madrid og Barca.

Klukkan 19.00 er svo leikur Milwaukee Bucks og Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á dagskrá.

Stöð 2 Golf

Klukkan 11.30 hefst Scandinavian Mixed-mótið en það er hluti af Evrópumótaröðinni. 

Klukkan 17.00 er Palmetto-meistaramótið á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni. 

Klukkan 23.00 er LPGA Mediheal-mótið á dagskrá.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.