Innlent

„Upp­á­halds­tölvu­pósturinn til mín í dag kom frá Dis­n­ey+“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lilja Alfreðsdóttir segist mjög ánægð með viðbrögð Disney við fyrirspurn hennar. 
Lilja Alfreðsdóttir segist mjög ánægð með viðbrögð Disney við fyrirspurn hennar.  Vísir/Vilhelm

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fagnar því að Disney hafi brugðist við beiðni ráðuneytisins um að bjóða upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Disney segir að 600 þættir og kvikmyndir séu á leiðinni og ættu langflestir að vera aðgengilegir fyrir júnílok.

„Uppáhaldstölvupósturinn til mín í dag kom frá Disney+ sem boðar tímamót í talsetningu og textun! Viðbrögðin við óskum Íslendinga eru til sóma og það er ljóst að á okkur er hlustað,“ skrifar Lilja Alfreðsdóttir á Facebook.

Lilja sendi forstjóra Disney, Bob Chapek, bréf í byrjun árs þar sem hún hvatti fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta. Kvaðst hún þá hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni var í boði hjá fyrirtækinu.

Viku síðar fékk hún svar frá Hans van Rijn, yfirmanni Disney á Norðurlöndunum. Sagði í svari hans, sem hann sendi Lilju þann 8. febrúar síðastliðinn, að tæknileg vinna við að bjóða upp á íslenskt tal og texta taka nokkra mánuði.

Nú hefur fyrirtækið orðið við beiðni Lilju og eru meira en 100 myndir aðgengilegar með íslensku tali. Þar á meðal eru klassískar myndir eins og Fantasía, Gosi, Pétur Pan, Ísöld og Leikfangasaga.


Tengdar fréttir

Disney+ byrjuð að setja inn myndir á íslensku

Streymisveitan Disney+ hefur orðið við beiðni Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra um að bjóða upp á efni með íslenskri talsetningu. Nú eru myndir á borð við Aladdin, Ísöld og Herkúles í boði með íslensku tali.

Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri ís­lensku hjá Dis­n­ey

Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.

Lilja vonsvikin með Disney

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×