„Þetta er gerspillt og ógeðslega eldfimt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. maí 2021 19:00 Rakel Garðarsdóttir heimsótti bræðurna í Þvottahúsinu. Skjáskot Eftir að lesa grein um matarsóun árið 2010 byrjaði Rakel Garðarsdóttir að spá mikið í sóun matvæla. Síðan þá hefur hún barist fyrir minni matarsóun hér á landi. „Ég fór að pæla hvað það væri skrítið að vera einhvers staðar úti að vinna, til að kaupa sér eitthvað og fylla ísskápinn, til að henda því svo.“ Í kjölfarið fór hún af stað meðvitað í umræðu um matarsóun og vitundarvakningu um þetta fyrir landsmenn, undir samtökunum Vakandi. Rakel ræddi matarnýtingu og stefnur innan heimilis sem og í iðnaði í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Þvottahúsið sem kom úr í dag. Henni blöskrar bruðlið, sóunina og vanvirðinguna við sem neytendur sínum er við ekki eignum okkur tilveruréttinn að fullu og öxlum ábyrgð. Kaupum það sem okkur vantar ekki Yfir tólf þúsund Íslendingar eru að fylgjast með Facebook síðu samtakanna Vakandi í dag, en Rakel segir að þetta séu ekki baráttusamtök, heldur vilji hún einfaldlega vekja fólk til umhugsunar. „Það er alltaf verið að selja okkur eitthvað svo við getum gengið í augun á einhverjum, jafn vel einhverjum sem okkur líkar ekki einu sinni vel við. Það er alltaf verið að selja okkur hluti sem okkur vantar ekki.“ Hún veltir upp þeim hugmyndum hvort að hærra verð á matvælum myndi draga eitthvað úr matarsóun, þar sem fólk myndi hugsanlega spá meira í því sem það hendir í ruslið. „Við höfum aldrei upplifað skort á matvælum, við getum nálgast mat alltaf þegar við viljum það, alveg sama hvað það er.“ Áhrifaríkt að reikna heildarupphæðina Rakel segir að hún sé mjög hlynnt innlendri framleiðslu. „Mér finnst að maður eigi að framleiða það sem maður borðar að mestu leyti, sem að hægt er.“ Það sé samt ekki auðvelt að breyta þessu. Hún segir að þetta sé pólitískt mál, alveg sama hver er við stjórn í landinu. „Þetta er gerspillt og ógeðslega eldfimt því að allir eru ósamála.“ Rakel segir að þegar hún tali um þetta líti sumir á það þannig að hún sé bara pía að sunnan sem viti ekki neitt. Hún gefur í viðtalinu ýmis ráð varðandi matarsóun en eitt þeirra er einfalt og áhrifaríkt. Að kaupa bara minna inn. Ein aðferð sem Rakel bendir á til að minnka matarsóun er að geyma allar kvittanir og merkja svo með yfirstrikunarpenna yfir verðið í hvert skipti sem matvöru er hent. „Þá getur þú reiknað út kostnaðinn, þá sérðu það bara á kvittuninni þinni hvað þú varst að henda fyrir mikinn pening.“ Rakel segir mikilvægt að draga úr matarsóun og að við sem þjóð styðjum við matarframleiðslu hér á landi. „Þá vitum við betur hvaðan hráefnin koma.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Umhverfismál Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Króli og Birta eignuðust lítinn prins Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Sjá meira
„Ég fór að pæla hvað það væri skrítið að vera einhvers staðar úti að vinna, til að kaupa sér eitthvað og fylla ísskápinn, til að henda því svo.“ Í kjölfarið fór hún af stað meðvitað í umræðu um matarsóun og vitundarvakningu um þetta fyrir landsmenn, undir samtökunum Vakandi. Rakel ræddi matarnýtingu og stefnur innan heimilis sem og í iðnaði í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Þvottahúsið sem kom úr í dag. Henni blöskrar bruðlið, sóunina og vanvirðinguna við sem neytendur sínum er við ekki eignum okkur tilveruréttinn að fullu og öxlum ábyrgð. Kaupum það sem okkur vantar ekki Yfir tólf þúsund Íslendingar eru að fylgjast með Facebook síðu samtakanna Vakandi í dag, en Rakel segir að þetta séu ekki baráttusamtök, heldur vilji hún einfaldlega vekja fólk til umhugsunar. „Það er alltaf verið að selja okkur eitthvað svo við getum gengið í augun á einhverjum, jafn vel einhverjum sem okkur líkar ekki einu sinni vel við. Það er alltaf verið að selja okkur hluti sem okkur vantar ekki.“ Hún veltir upp þeim hugmyndum hvort að hærra verð á matvælum myndi draga eitthvað úr matarsóun, þar sem fólk myndi hugsanlega spá meira í því sem það hendir í ruslið. „Við höfum aldrei upplifað skort á matvælum, við getum nálgast mat alltaf þegar við viljum það, alveg sama hvað það er.“ Áhrifaríkt að reikna heildarupphæðina Rakel segir að hún sé mjög hlynnt innlendri framleiðslu. „Mér finnst að maður eigi að framleiða það sem maður borðar að mestu leyti, sem að hægt er.“ Það sé samt ekki auðvelt að breyta þessu. Hún segir að þetta sé pólitískt mál, alveg sama hver er við stjórn í landinu. „Þetta er gerspillt og ógeðslega eldfimt því að allir eru ósamála.“ Rakel segir að þegar hún tali um þetta líti sumir á það þannig að hún sé bara pía að sunnan sem viti ekki neitt. Hún gefur í viðtalinu ýmis ráð varðandi matarsóun en eitt þeirra er einfalt og áhrifaríkt. Að kaupa bara minna inn. Ein aðferð sem Rakel bendir á til að minnka matarsóun er að geyma allar kvittanir og merkja svo með yfirstrikunarpenna yfir verðið í hvert skipti sem matvöru er hent. „Þá getur þú reiknað út kostnaðinn, þá sérðu það bara á kvittuninni þinni hvað þú varst að henda fyrir mikinn pening.“ Rakel segir mikilvægt að draga úr matarsóun og að við sem þjóð styðjum við matarframleiðslu hér á landi. „Þá vitum við betur hvaðan hráefnin koma.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Umhverfismál Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Króli og Birta eignuðust lítinn prins Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Sjá meira