„Þetta er gerspillt og ógeðslega eldfimt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. maí 2021 19:00 Rakel Garðarsdóttir heimsótti bræðurna í Þvottahúsinu. Skjáskot Eftir að lesa grein um matarsóun árið 2010 byrjaði Rakel Garðarsdóttir að spá mikið í sóun matvæla. Síðan þá hefur hún barist fyrir minni matarsóun hér á landi. „Ég fór að pæla hvað það væri skrítið að vera einhvers staðar úti að vinna, til að kaupa sér eitthvað og fylla ísskápinn, til að henda því svo.“ Í kjölfarið fór hún af stað meðvitað í umræðu um matarsóun og vitundarvakningu um þetta fyrir landsmenn, undir samtökunum Vakandi. Rakel ræddi matarnýtingu og stefnur innan heimilis sem og í iðnaði í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Þvottahúsið sem kom úr í dag. Henni blöskrar bruðlið, sóunina og vanvirðinguna við sem neytendur sínum er við ekki eignum okkur tilveruréttinn að fullu og öxlum ábyrgð. Kaupum það sem okkur vantar ekki Yfir tólf þúsund Íslendingar eru að fylgjast með Facebook síðu samtakanna Vakandi í dag, en Rakel segir að þetta séu ekki baráttusamtök, heldur vilji hún einfaldlega vekja fólk til umhugsunar. „Það er alltaf verið að selja okkur eitthvað svo við getum gengið í augun á einhverjum, jafn vel einhverjum sem okkur líkar ekki einu sinni vel við. Það er alltaf verið að selja okkur hluti sem okkur vantar ekki.“ Hún veltir upp þeim hugmyndum hvort að hærra verð á matvælum myndi draga eitthvað úr matarsóun, þar sem fólk myndi hugsanlega spá meira í því sem það hendir í ruslið. „Við höfum aldrei upplifað skort á matvælum, við getum nálgast mat alltaf þegar við viljum það, alveg sama hvað það er.“ Áhrifaríkt að reikna heildarupphæðina Rakel segir að hún sé mjög hlynnt innlendri framleiðslu. „Mér finnst að maður eigi að framleiða það sem maður borðar að mestu leyti, sem að hægt er.“ Það sé samt ekki auðvelt að breyta þessu. Hún segir að þetta sé pólitískt mál, alveg sama hver er við stjórn í landinu. „Þetta er gerspillt og ógeðslega eldfimt því að allir eru ósamála.“ Rakel segir að þegar hún tali um þetta líti sumir á það þannig að hún sé bara pía að sunnan sem viti ekki neitt. Hún gefur í viðtalinu ýmis ráð varðandi matarsóun en eitt þeirra er einfalt og áhrifaríkt. Að kaupa bara minna inn. Ein aðferð sem Rakel bendir á til að minnka matarsóun er að geyma allar kvittanir og merkja svo með yfirstrikunarpenna yfir verðið í hvert skipti sem matvöru er hent. „Þá getur þú reiknað út kostnaðinn, þá sérðu það bara á kvittuninni þinni hvað þú varst að henda fyrir mikinn pening.“ Rakel segir mikilvægt að draga úr matarsóun og að við sem þjóð styðjum við matarframleiðslu hér á landi. „Þá vitum við betur hvaðan hráefnin koma.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Umhverfismál Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira
„Ég fór að pæla hvað það væri skrítið að vera einhvers staðar úti að vinna, til að kaupa sér eitthvað og fylla ísskápinn, til að henda því svo.“ Í kjölfarið fór hún af stað meðvitað í umræðu um matarsóun og vitundarvakningu um þetta fyrir landsmenn, undir samtökunum Vakandi. Rakel ræddi matarnýtingu og stefnur innan heimilis sem og í iðnaði í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Þvottahúsið sem kom úr í dag. Henni blöskrar bruðlið, sóunina og vanvirðinguna við sem neytendur sínum er við ekki eignum okkur tilveruréttinn að fullu og öxlum ábyrgð. Kaupum það sem okkur vantar ekki Yfir tólf þúsund Íslendingar eru að fylgjast með Facebook síðu samtakanna Vakandi í dag, en Rakel segir að þetta séu ekki baráttusamtök, heldur vilji hún einfaldlega vekja fólk til umhugsunar. „Það er alltaf verið að selja okkur eitthvað svo við getum gengið í augun á einhverjum, jafn vel einhverjum sem okkur líkar ekki einu sinni vel við. Það er alltaf verið að selja okkur hluti sem okkur vantar ekki.“ Hún veltir upp þeim hugmyndum hvort að hærra verð á matvælum myndi draga eitthvað úr matarsóun, þar sem fólk myndi hugsanlega spá meira í því sem það hendir í ruslið. „Við höfum aldrei upplifað skort á matvælum, við getum nálgast mat alltaf þegar við viljum það, alveg sama hvað það er.“ Áhrifaríkt að reikna heildarupphæðina Rakel segir að hún sé mjög hlynnt innlendri framleiðslu. „Mér finnst að maður eigi að framleiða það sem maður borðar að mestu leyti, sem að hægt er.“ Það sé samt ekki auðvelt að breyta þessu. Hún segir að þetta sé pólitískt mál, alveg sama hver er við stjórn í landinu. „Þetta er gerspillt og ógeðslega eldfimt því að allir eru ósamála.“ Rakel segir að þegar hún tali um þetta líti sumir á það þannig að hún sé bara pía að sunnan sem viti ekki neitt. Hún gefur í viðtalinu ýmis ráð varðandi matarsóun en eitt þeirra er einfalt og áhrifaríkt. Að kaupa bara minna inn. Ein aðferð sem Rakel bendir á til að minnka matarsóun er að geyma allar kvittanir og merkja svo með yfirstrikunarpenna yfir verðið í hvert skipti sem matvöru er hent. „Þá getur þú reiknað út kostnaðinn, þá sérðu það bara á kvittuninni þinni hvað þú varst að henda fyrir mikinn pening.“ Rakel segir mikilvægt að draga úr matarsóun og að við sem þjóð styðjum við matarframleiðslu hér á landi. „Þá vitum við betur hvaðan hráefnin koma.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Umhverfismál Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira