Fótbolti

Eyjamenn fá annað sumar með Kristjönu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristjana Kristjánsdóttir Sigurz lék vel með ÍBV í fyrrasumar.
Kristjana Kristjánsdóttir Sigurz lék vel með ÍBV í fyrrasumar. S2 Sport

Eyjakonur halda áfram að styrkja sig fyrir átökin í Pepsi Max deildinni í sumar.

Kristjana Kristjánsdóttir Sigurz mun spila með ÍBV í Pepsi Max deildinni í fótbolta sumar en þetta verður annað tímabilið í röð sem Breiðablik lánar hana til Vestmannaeyja.

„Kristjana spilaði mjög vel á síðustu leiktíð og erum við ánægð að hún muni spila með liðinu áfram í sumar,“ segir í frétt á heimasíðu ÍBV.

Kristjana kemur á láni frá Breiðabliki en hún hefur leikið 45 leiki með Augnabliki og Breiðabliki. Hún lék sextán leiki með ÍBV liðinu í Pepsi deild kvenna í fyrra og skoraði eitt mark sem kom í 3-2 endurkomusigri á Selfossi.

Þetta voru fyrstu leikir hennar í Pepsi Max deildinni en hún hefur ekki enn fenguð tækifæri í efstu deild með Kópavogsfélaginu. Kristjana hefur leikið þrettán leiki í b-deildinni og 25 leiki í C-deildinni með Augnablik.

Kristjana er á nítjánda aldursári en hún er fjölhæfur leikmaður og mun eflaust koma til með að nýtast Eyjaliðinu vel í ár alveg eins og í fyrra. „Hún lék vel í æfingaleik ÍBV og ÍA í gær, þar sem ÍBV vann 4:1 sigur,“ segir í fréttinni.

Kristjana spilaði mest sem hægri bakvörður hjá ÍBV í fyrra en hún spilaði líka á báðum vængjum sem og í framlínunni.

Önnur gleðitíðindi frá okkur! https://ibvsport.is/read/2021-04-23/kristjana-afram-hja-ibv/

Posted by ÍBV Knattspyrna on Föstudagur, 23. apríl 2021Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.