Fótbolti

Sara Björk ólétt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir stillir sér upp í myndatöku fyrir UEFA vegna Meistaradeildar Evrópu.
Sara Björk Gunnarsdóttir stillir sér upp í myndatöku fyrir UEFA vegna Meistaradeildar Evrópu. Getty/Tullio Puglia

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði og leikmaður Evrópumeistara Lyon, er ólétt. Hún greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum í kvöld.

Sara Björk og knattspyrnumaðurinn Árni Vilhjálmsson eiga von á sínu fyrsta barni.

Sara hefur verið besti leikmaður Íslands undanfarin ár en hún varð meðal annars Evrópumeistari með Lyon í sumar. Skoraði hún eitt marka Lyon í úrslitaleiknum.

Sara hefur verið á meiðslalistanum undanfarnar vikur hjá Lyon en Árni er á mála hjá Breiðabliki í Pepsi Max deild karla.

Landsliðsfyrirliðinn gekk í raðir Lyon síðasta sumar en áður var hún á mála hjá Wolfsburg í Þýskalandi og Rosengård í Svíþjóð.

Árni hefur komið víða við á atvinnumannaferli sínum en snéri heim í uppeldisfélagið á vormánuðuðum.

Fréttin hefur verið uppfærð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.