Óbólusett í áhættuhóp en neyðist til að mæta í próf: „Eins og maður sé einn í liði á móti heiminum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. apríl 2021 21:01 Helga Margrét Agnarsdóttir, laganemi á þriðja ári við Háskóla Íslands, segir mikið stress og óánægju ríkja meðal laganema vegna komandi lokaprófa sem að óbreyttu stendur til að fari fram í háskólanum. Sjálf er Helga Margrét í áhættuhópi og hefur síðastliðið ár ekki hitt marga úr fjölskyldu sinni og nánustu vini. Hún kvíðir því að þurfa að mæta í skólann til að taka próf og kallar eftir því að deildin taki ákvörðun um að bjóða upp á heimapróf í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu sökum kórónuveirufaraldursins. „Ég er sjálf með krónískan ólæknandi húðsjúkdóm og er á líftæknilyfjum sem eru mjög sterk og ónæmisbælandi lyf sem að þýðir að ég er ekki með neitt starfandi ónæmiskerfi. Þess vegna myndi ég ekki fara upp í skóla nema ég þyrfti að gera það, eins og núna útaf lokaprófunum,“ segir Helga í samtali við Vísi. Kvíðavaldandi að vera skikkuð til að mæta Hún er sjálf í forgangshópi sjö en hefur enn ekki fengið boð í bólusetningu. „Þótt ég sé á líftæknilyfjum þá er ég líka þannig séð heilbrigð 22 ára,“ segir Helga. „Ég er sjálf búin að vera í einni minnstu búbblu sem ég veit um, ég er ekki búin að vera að hitta bestu vini eða fjölskyldu eða neitt. Þannig að mér finnst rosalega kvíðavaldandi að það sé verið að skikka okkur upp í skóla. Mest stressandi við þetta allt er óvissan og stressið“ Henni finnst erfitt að hugsa til þess að mæta í skólann til að taka próf, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að huga vel að sóttvörnum á prófstað. „Það er auðvitað rosalega erfitt þegar maður er ekki einu sinni búinn að vera að hitta fjölskyldu og vini seinasta árið en verður samt að mæta upp í skóla.“ Svör berist seint og illa Þá segir hún upplýsingaflæði hafa verið lélegt, bæði frá kennurum og skrifstofu lagadeildar. „Ég á að mæta í fyrsta prófið næsta mánudag og það er ennþá bara „við sjáum hvað setur,“ segir Helga Margrét um þau dræmu svör sem borist hafi frá deildinni. Aðspurð segir hún að ekki séu í boði eins og stendur sérstök úrræði fyrir þá sem eru í áhættuhópi. „Við nemendurnir erum rosalega dugleg að senda fyrirspurnir og senda pósta, og sérstaklega hagsmunafulltrúarnir okkar eru búnir að vera rosalega öflugir en samt fá þeir eiginlega bara engin svör og það líður langur tími frá því að fyrirspurnir eru sendar og þangað til að einhver svör eru fengin,“ útskýrir Helga. „Það er smá eins og maður sé einn í liði á móti heiminum. Sem er leiðinlegt af því að mér finnst kennararnir mínir í fullri hreinskilni alveg frábært fólk og ég er afskaplega ánægð með kennarana mína. En þetta er ótrúlega þreytandi hvað manni líður eins og að þau séu ekki með manni í liði,“ segir Helga. Ekki lengur fordæmalausir tímar Henni finnst ósanngjarnt að þeim sé gert að mæta í skólann til að taka prófið og þá segir hún skorta samræmi innan deildarinnar. „Allt annað árið fékk að vita í janúar eða febrúar að þau myndu bara fara í heimapróf. Við á þriðja ári fáum ekki þann möguleika.“ „Mér finnst nógu skrítið að fara í upplestrarfrí án þess að hafa fengið staðfestingu á þessu en núna sérstaklega þegar fréttirnar eru búnar að vera svona versnandi, að þau hafi ekki bara gefið út yfirlýsingu um að þau ætli að hafa heimapróf. Núna er vika í fyrsta próf og það er bara ekkert,“ segir Helga. Vísir fjallaði um sambærilegar áhyggjur nemenda sem voru uppi í aðdraganda síðustu jólaprófa. Hún kveðst líka undrandi yfir því að nú sé komið að prófatíð í þriðja sinn síðan að faraldurinn hófst en að svo virðist sem deildin hafi ekkert lært af reynslunni. „Núna er ekki lengur hægt að segja að þetta sé óvæntar aðstæður, við vitum alveg að það sé covid, við vissum í janúar að það væri covid og við vissum fyrir mánuði að það væri covid. Ég skil ekki af hverju deildinni finnst ekki betra að hafa eina þétta stefnu, að það sé bara heimapróf.“ Eina í stöðunni að mæta Hún skynjar sambærilegan tón meðal samnemenda sinna í lagadeildinni. Óvissan sé kvíðavaldandi. „Það er alveg nógu stressandi að vera í háskóla og taka próf, en að það sé líka rosalega stór faraldur þar sem maður er með undirliggjandi sjúkdóm?“ Hvað sérð þú fram á að gera í næstu viku ef ekkert breytist, ætlarðu að mæta eða taka sjúkrapróf? „Ég mun bara þurfa að mæta. Það er líka rosalega óþægilegt að það eina annað sem er í stöðunni er að taka sjúkrapróf sem eru í júní og líka að það sé ekki haft sér covid-próf eða sér möguleika. Ég veit að nemendurnir sem tóku almennu lögfræðina í desember, það var haldið sér próf í janúar eða febrúar fyrir þá sem voru í sóttkví eða komust ekki og vegna undirliggjandi sjúkdóma í desember,“ segir Helga. „Kannski verða aðstæður miklu verri í júní, þannig mér finnst það bara ekki nógu öruggt til að taka áhættuna,“segir Helga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Sjá meira
„Ég er sjálf með krónískan ólæknandi húðsjúkdóm og er á líftæknilyfjum sem eru mjög sterk og ónæmisbælandi lyf sem að þýðir að ég er ekki með neitt starfandi ónæmiskerfi. Þess vegna myndi ég ekki fara upp í skóla nema ég þyrfti að gera það, eins og núna útaf lokaprófunum,“ segir Helga í samtali við Vísi. Kvíðavaldandi að vera skikkuð til að mæta Hún er sjálf í forgangshópi sjö en hefur enn ekki fengið boð í bólusetningu. „Þótt ég sé á líftæknilyfjum þá er ég líka þannig séð heilbrigð 22 ára,“ segir Helga. „Ég er sjálf búin að vera í einni minnstu búbblu sem ég veit um, ég er ekki búin að vera að hitta bestu vini eða fjölskyldu eða neitt. Þannig að mér finnst rosalega kvíðavaldandi að það sé verið að skikka okkur upp í skóla. Mest stressandi við þetta allt er óvissan og stressið“ Henni finnst erfitt að hugsa til þess að mæta í skólann til að taka próf, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að huga vel að sóttvörnum á prófstað. „Það er auðvitað rosalega erfitt þegar maður er ekki einu sinni búinn að vera að hitta fjölskyldu og vini seinasta árið en verður samt að mæta upp í skóla.“ Svör berist seint og illa Þá segir hún upplýsingaflæði hafa verið lélegt, bæði frá kennurum og skrifstofu lagadeildar. „Ég á að mæta í fyrsta prófið næsta mánudag og það er ennþá bara „við sjáum hvað setur,“ segir Helga Margrét um þau dræmu svör sem borist hafi frá deildinni. Aðspurð segir hún að ekki séu í boði eins og stendur sérstök úrræði fyrir þá sem eru í áhættuhópi. „Við nemendurnir erum rosalega dugleg að senda fyrirspurnir og senda pósta, og sérstaklega hagsmunafulltrúarnir okkar eru búnir að vera rosalega öflugir en samt fá þeir eiginlega bara engin svör og það líður langur tími frá því að fyrirspurnir eru sendar og þangað til að einhver svör eru fengin,“ útskýrir Helga. „Það er smá eins og maður sé einn í liði á móti heiminum. Sem er leiðinlegt af því að mér finnst kennararnir mínir í fullri hreinskilni alveg frábært fólk og ég er afskaplega ánægð með kennarana mína. En þetta er ótrúlega þreytandi hvað manni líður eins og að þau séu ekki með manni í liði,“ segir Helga. Ekki lengur fordæmalausir tímar Henni finnst ósanngjarnt að þeim sé gert að mæta í skólann til að taka prófið og þá segir hún skorta samræmi innan deildarinnar. „Allt annað árið fékk að vita í janúar eða febrúar að þau myndu bara fara í heimapróf. Við á þriðja ári fáum ekki þann möguleika.“ „Mér finnst nógu skrítið að fara í upplestrarfrí án þess að hafa fengið staðfestingu á þessu en núna sérstaklega þegar fréttirnar eru búnar að vera svona versnandi, að þau hafi ekki bara gefið út yfirlýsingu um að þau ætli að hafa heimapróf. Núna er vika í fyrsta próf og það er bara ekkert,“ segir Helga. Vísir fjallaði um sambærilegar áhyggjur nemenda sem voru uppi í aðdraganda síðustu jólaprófa. Hún kveðst líka undrandi yfir því að nú sé komið að prófatíð í þriðja sinn síðan að faraldurinn hófst en að svo virðist sem deildin hafi ekkert lært af reynslunni. „Núna er ekki lengur hægt að segja að þetta sé óvæntar aðstæður, við vitum alveg að það sé covid, við vissum í janúar að það væri covid og við vissum fyrir mánuði að það væri covid. Ég skil ekki af hverju deildinni finnst ekki betra að hafa eina þétta stefnu, að það sé bara heimapróf.“ Eina í stöðunni að mæta Hún skynjar sambærilegan tón meðal samnemenda sinna í lagadeildinni. Óvissan sé kvíðavaldandi. „Það er alveg nógu stressandi að vera í háskóla og taka próf, en að það sé líka rosalega stór faraldur þar sem maður er með undirliggjandi sjúkdóm?“ Hvað sérð þú fram á að gera í næstu viku ef ekkert breytist, ætlarðu að mæta eða taka sjúkrapróf? „Ég mun bara þurfa að mæta. Það er líka rosalega óþægilegt að það eina annað sem er í stöðunni er að taka sjúkrapróf sem eru í júní og líka að það sé ekki haft sér covid-próf eða sér möguleika. Ég veit að nemendurnir sem tóku almennu lögfræðina í desember, það var haldið sér próf í janúar eða febrúar fyrir þá sem voru í sóttkví eða komust ekki og vegna undirliggjandi sjúkdóma í desember,“ segir Helga. „Kannski verða aðstæður miklu verri í júní, þannig mér finnst það bara ekki nógu öruggt til að taka áhættuna,“segir Helga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent