Herra Hnetusmjör hótar að teppa Reykjanesbrautina Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2021 08:57 Herra Hnetusmjör er einn allra vinsælasti rappari á Íslandi. Daniel Thor Herra Hnetusmjör rappari hótar að efna til mótmæla með því að stífla alla Reykjanesbrautina, ef tilslakanir á landamærunum leiða til þess að veiran stingi sér niður á Íslandi á nýjan leik. Rapparinn, Árni Páll Árnason, fór mikinn á Instagram á dögunum þegar hann gagnrýndi ófullnægjandi aðgerðir við landamærin. Það rataði í fjölmiðla, en Árni segir í viðtali við Skoðanabræður að hann hafi ekki skrifað það í hugsunarleysi. Hann er orðinn þreyttur á ástandinu. „Ég reyni að taka flestu með æðruleysi. Það er bæn sem ég fer með á hverjum einasta morgni: Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Ég hugsaði þetta story þarna. Þetta var engin fljótfærni. Er ég að fara að leiða þetta hjá mér, af því að ég get ekki breytt þessu, eða get ég breytt þessu? Og hvernig get ég þá breytt þessu? Ég er ógeðslega pirraður yfir þessum landamærum, þannig að get ég haft einhver áhrif á þetta?“ Niðurstaða Árna var sú að láta í sér heyra og bjóða öllum 22.000 fylgjendum sínum á Instagram að koma með tillögur að mótmælum gegn ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. „Þið ættuð að sjá fokking inboxið mitt. Það er búið að vera „on fire.“ Það eru allir brjálaðir og fólk bara úr öllum stéttum, af því að ég með alla flóruna af fólki að fylgja mér,“ segir Árni við Skoðanabræður, sem eru þeir Bergþór og Snorri Másson. Bílamótmæli hentug í heimsfaraldri Árni vill mótmæli. „Undirskriftalisti? Það er ekki að fara að gera neitt að skrifa á einhvern fokking pappír. Það þarf mótmæli og snyrtilegasta leiðin til að gera það að mínu mati er bara að loka Reykjanesbrautinni. Taka bara alveg frá Keflavíkurflugvelli að hringtorginu, 150 bílar. Þetta er bara í krafti fjöldans. Það er ekki hægt að handtaka okkur öll. Það þyrfti rosa mikið skipulag og gaur, ég er alveg búinn að pæla í þessu. Henda bara í Facebook-grúppu, sem yrði bara lokuð, þar myndum við bara plana þetta shit. Bara, nú er að koma flug hérna frá Boston klukkan sjö, þá erum við að fara að teppa brautina næstu sex klukkustundirnar. Svo eru bara vaktaskipti. Ég meina, ég er fokking atvinnulaus sko,“ segir Árni, sem hefur eins og aðrir hér á landi lifað við samkomutakmarkanir í meira en ár. „Til að sýna að við erum gott fólk sem er bara komið með nóg, þá myndum við bara teppa Reykjanesbrautina. Þá erum við að passa upp á sóttvarnir en samt að gera eitthvað shit.“ Forsetaframboð 2032 Árni segir að Covid-19 hafi breytt honum, enda er ljóst að hann hefur orðið af tugum milljónum í tekjum. „Talandi um að vera ófyrirsjáanlegur. Þegar Beggi heyrði í mér fyrir hálfu ári og spurði hvort ég vildi koma í Skoðanabræður, þá var ég bara nei, ég tjái eiginlega ekki skoðanir mínar á neinu í fjölmiðlum. En svo er ég núna bara eitthvað að taka sterakast í story og er til í að koma hérna og drulla yfir ríkisstjórnina og RÚV og bara „fuck them all.““ Sjálfur er Árni ekki framsóknarmaður þrátt fyrir að vera sonur Árna Magnússonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra flokksins. Hann ætlar ekki í pólitík í bili. „Ég er ekki framsóknarmaður. Ég er óflokksbundinn. Það eru framsóknarmenn í minni fjölskyldu, eða voru. Ég hugsaði smá þegar ég var brjálaður þarna á Instagram, bara: Er ég að fara að stofna stjórnmálaflokk eða? Er ég að fara í framboð eða? En það er leiðin sem ég myndi fara, ef ég myndi einhvern tímann fara í stjórnmál, sem ég er ekki að fara að gera, að fara fram með mínum eigin flokki.“ En það er ekki á dagskrá í bráð hjá rapparanum, ekki fyrr en hann fer í forsetaframboð árið 2032, nákvæmlega 35 ára. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tónlist Skoðanabræður Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Fleiri fréttir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Sjá meira
Rapparinn, Árni Páll Árnason, fór mikinn á Instagram á dögunum þegar hann gagnrýndi ófullnægjandi aðgerðir við landamærin. Það rataði í fjölmiðla, en Árni segir í viðtali við Skoðanabræður að hann hafi ekki skrifað það í hugsunarleysi. Hann er orðinn þreyttur á ástandinu. „Ég reyni að taka flestu með æðruleysi. Það er bæn sem ég fer með á hverjum einasta morgni: Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Ég hugsaði þetta story þarna. Þetta var engin fljótfærni. Er ég að fara að leiða þetta hjá mér, af því að ég get ekki breytt þessu, eða get ég breytt þessu? Og hvernig get ég þá breytt þessu? Ég er ógeðslega pirraður yfir þessum landamærum, þannig að get ég haft einhver áhrif á þetta?“ Niðurstaða Árna var sú að láta í sér heyra og bjóða öllum 22.000 fylgjendum sínum á Instagram að koma með tillögur að mótmælum gegn ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. „Þið ættuð að sjá fokking inboxið mitt. Það er búið að vera „on fire.“ Það eru allir brjálaðir og fólk bara úr öllum stéttum, af því að ég með alla flóruna af fólki að fylgja mér,“ segir Árni við Skoðanabræður, sem eru þeir Bergþór og Snorri Másson. Bílamótmæli hentug í heimsfaraldri Árni vill mótmæli. „Undirskriftalisti? Það er ekki að fara að gera neitt að skrifa á einhvern fokking pappír. Það þarf mótmæli og snyrtilegasta leiðin til að gera það að mínu mati er bara að loka Reykjanesbrautinni. Taka bara alveg frá Keflavíkurflugvelli að hringtorginu, 150 bílar. Þetta er bara í krafti fjöldans. Það er ekki hægt að handtaka okkur öll. Það þyrfti rosa mikið skipulag og gaur, ég er alveg búinn að pæla í þessu. Henda bara í Facebook-grúppu, sem yrði bara lokuð, þar myndum við bara plana þetta shit. Bara, nú er að koma flug hérna frá Boston klukkan sjö, þá erum við að fara að teppa brautina næstu sex klukkustundirnar. Svo eru bara vaktaskipti. Ég meina, ég er fokking atvinnulaus sko,“ segir Árni, sem hefur eins og aðrir hér á landi lifað við samkomutakmarkanir í meira en ár. „Til að sýna að við erum gott fólk sem er bara komið með nóg, þá myndum við bara teppa Reykjanesbrautina. Þá erum við að passa upp á sóttvarnir en samt að gera eitthvað shit.“ Forsetaframboð 2032 Árni segir að Covid-19 hafi breytt honum, enda er ljóst að hann hefur orðið af tugum milljónum í tekjum. „Talandi um að vera ófyrirsjáanlegur. Þegar Beggi heyrði í mér fyrir hálfu ári og spurði hvort ég vildi koma í Skoðanabræður, þá var ég bara nei, ég tjái eiginlega ekki skoðanir mínar á neinu í fjölmiðlum. En svo er ég núna bara eitthvað að taka sterakast í story og er til í að koma hérna og drulla yfir ríkisstjórnina og RÚV og bara „fuck them all.““ Sjálfur er Árni ekki framsóknarmaður þrátt fyrir að vera sonur Árna Magnússonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra flokksins. Hann ætlar ekki í pólitík í bili. „Ég er ekki framsóknarmaður. Ég er óflokksbundinn. Það eru framsóknarmenn í minni fjölskyldu, eða voru. Ég hugsaði smá þegar ég var brjálaður þarna á Instagram, bara: Er ég að fara að stofna stjórnmálaflokk eða? Er ég að fara í framboð eða? En það er leiðin sem ég myndi fara, ef ég myndi einhvern tímann fara í stjórnmál, sem ég er ekki að fara að gera, að fara fram með mínum eigin flokki.“ En það er ekki á dagskrá í bráð hjá rapparanum, ekki fyrr en hann fer í forsetaframboð árið 2032, nákvæmlega 35 ára.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tónlist Skoðanabræður Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Fleiri fréttir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Sjá meira