Fótbolti

„Neymar verður áfram hjá PSG“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Allt bendir til þess að Neymar og Mbappe leiki áfram listir sínar í París.
Allt bendir til þess að Neymar og Mbappe leiki áfram listir sínar í París. EPA-EFE/YOAN VALAT

Fabrizio Romano, fjölmiðlamaðurinn sem er oftar en ekki fyrstur með félagaskiptafréttir, segir að Neymar verði áfram í herbúðum PSG.

Núverandi samningur Brasilíumannsins rennur út sumarið 2022 en hann kom til félagsins frá Barcelona árið 2017 fyrir metfé.

Nú þegar að líða fer undir lok samningsins hjá Neymar hefur hann meðal annars verið orðaður við endurkomu til Barcelona.

Fabrizio segir þó í hlaðvarpinu Here We Go að Neymar muni framlengja samning sinn við frönsku meistarana og nýr samningur verður til fjögurra ára.

„Neymar verður áfram hjá PSG. Hann mun skrifa undir nýjan samning á næstu dögum og það er bara spurning um hvenær. Hann mun skrifa undir samning til 2026,“ sagði hinn virti spekingur.

PSG tapaði 1-0 fyrir Bayern Munchen í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en komst þó áfram á útivallarmörkum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.