Lífið

Kaleo gefur út myndband sem tekið var upp við eldgosið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jökull flytur lagið í Geldingadölum.
Jökull flytur lagið í Geldingadölum.

Í byrjun apríl sendi Kaleo frá sér lagið Skinny en það er fimmta lagið sem sveitin gefur út af komandi plötu sveitarinnar. 

Platan sem kemur út þann 23. apríl næstkomandi ber heitið Surface Sounds. 

Í dag kom út myndband af lifandi flutning Jökuls Júlíussonar forsprakka Kaleo af laginu sem tekið var upp í Geldingadal við Fagradalsfjall aðeins nokkrum dögum eftir að þar byrjaði eldgos.

 Lag og texti eru eftir Jökul og flytur hann lagið í myndbandinu einn síns liðs.

Hér að neðan má sjá myndbandið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.