Sport

Fyrrverandi NFL-leikmaður myrti fimm manns áður en hann framdi sjálfsmorð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Phillip Adams í leik með San Francisco 49ers.
Phillip Adams í leik með San Francisco 49ers. vísir/getty

Maðurinn sem myrti fimm manns í Rock Hill í Suður-Karólínu í fyrradag og framdi svo sjálfsmorð eftir ódæðið hét Phillip Adams og var fyrrverandi leikmaður í NFL-deildinni.

Síðdegis á miðvikudaginn skaut Adams sex manns á heimili læknis í Rock Hill. Fimm létust og einn særðist alvarlega.

Læknirinn hét Dr. Robert Lesslie og þekkti fjölskyldu Adams. Foreldrar hans voru meðal skjólstæðinga hans. Dr. Lesslie var þekktur læknir í Rock Hill þar sem hann starfaði í fjóra áratugi. 

Auk Dr. Lesslies skaut Adams eiginkonu hans, Barböru, og tvö barnabörn þeirra til bana. Hann myrti einnig mann á fertugsaldri sem vann á heimili læknisins.

Eftir langa leit fann lögregla Adams örendan í húsi í nágrenninu. Hann var 32 ára.

Adams lék með sex liðum í NFL á árunum 2010-15, meðal annars með San Francisco 49ers og New England Patriots. Áður en hann fór í NFL lék hann með South Carolina State háskólanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×