Fjórir af milljón gætu fengið blóðtappa: Missti bróður sinn en hvetur fólk samt til að þiggja bólusetningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. apríl 2021 06:50 „Ef við fáum öll bóluefnið gætu einhver okkar fengið blóðtappa en gögnin benda til þess að færri muni deyja.“ Systir manns sem lést eftir að hafa fengið sjaldgæfan blóðtappa í heila í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca, segir hann hafa verið ótrúlega óheppinn og hvetur fólk til að þiggja bólusetningu. Lögmaðurinn Neil Astles, 59 ára, fékk fyrri skammtinn af bóluefninu frá AstraZeneca 17. mars síðastliðinn en lést á páskadag eftir tíu daga af síversnandi höfuðverkjum og versnandi sjón. Systir hans, Dr. Alison Astles, sem starfar við University of Huddersfield, sagði í samtali við Daily Telegraph að Neil hefði verið „ótrúlega óheppinn“ og hvatti fólk til að þiggja bóluefnið frá AstraZeneca því þannig myndu færri deyja. Dr. Astles sagði í samtali við Radio 4 að læknar á spítalanum þar sem bróðir hennar lést væru 99,9 prósent vissir um að veikindi hans tengdust bólusetningunni, þrátt fyrir að endanlegar niðurstöður lægju ekki fyrir. Hún sagði að sem lyfjafræðingur vissi hún hins vegar að líkurnar á því að deyja af völdum bóluefnisins væru örlitlar. Samkvæmt nýjustu tölum bresku lyfjastofnunarinnar (MHRA) höfðu 79 tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca borist 31. mars síðastliðinn og þar af höfðu nítján látist. Sama dag höfðu 20,2 milljón skammtar af bóluefninu verið gefnir á Bretlandseyjum, sem þýðir að um það bil fjórir af milljón eiga á hættu að fá blóðtappa. „Tilfinningalega erum við algjörlega öskureið. Við þjáumst. En það er ekkert til að vera reiður yfir. Bróðir minn var bara ótrúlega óheppinn,“ segir Dr. Astles. „Ef við fáum öll bóluefnið gætu einhver okkar fengið blóðtappa en gögnin benda til þess að færri muni deyja. Við treystum ferlinu, við treystum eftirlitsaðilanum, og þrátt fyrir það sem hefur hent fjölskylduna okkar viljum við ekki að fólk hræðist. Það eru skilaboðin sem við viljum senda.“ Guardian greindi frá. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira
Lögmaðurinn Neil Astles, 59 ára, fékk fyrri skammtinn af bóluefninu frá AstraZeneca 17. mars síðastliðinn en lést á páskadag eftir tíu daga af síversnandi höfuðverkjum og versnandi sjón. Systir hans, Dr. Alison Astles, sem starfar við University of Huddersfield, sagði í samtali við Daily Telegraph að Neil hefði verið „ótrúlega óheppinn“ og hvatti fólk til að þiggja bóluefnið frá AstraZeneca því þannig myndu færri deyja. Dr. Astles sagði í samtali við Radio 4 að læknar á spítalanum þar sem bróðir hennar lést væru 99,9 prósent vissir um að veikindi hans tengdust bólusetningunni, þrátt fyrir að endanlegar niðurstöður lægju ekki fyrir. Hún sagði að sem lyfjafræðingur vissi hún hins vegar að líkurnar á því að deyja af völdum bóluefnisins væru örlitlar. Samkvæmt nýjustu tölum bresku lyfjastofnunarinnar (MHRA) höfðu 79 tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca borist 31. mars síðastliðinn og þar af höfðu nítján látist. Sama dag höfðu 20,2 milljón skammtar af bóluefninu verið gefnir á Bretlandseyjum, sem þýðir að um það bil fjórir af milljón eiga á hættu að fá blóðtappa. „Tilfinningalega erum við algjörlega öskureið. Við þjáumst. En það er ekkert til að vera reiður yfir. Bróðir minn var bara ótrúlega óheppinn,“ segir Dr. Astles. „Ef við fáum öll bóluefnið gætu einhver okkar fengið blóðtappa en gögnin benda til þess að færri muni deyja. Við treystum ferlinu, við treystum eftirlitsaðilanum, og þrátt fyrir það sem hefur hent fjölskylduna okkar viljum við ekki að fólk hræðist. Það eru skilaboðin sem við viljum senda.“ Guardian greindi frá.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira