Fótbolti

Mark­vörður Dana um Svein Aron: „Ekki svo erfitt að lesa hann“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sveinn Aron og Oliver í baráttunni í leik Íslands og Dana í Ungverjalandi.
Sveinn Aron og Oliver í baráttunni í leik Íslands og Dana í Ungverjalandi. Peter Zador/Getty

Sveinn Aron Guðjohnsen og markvörður danska U21 árs landsliðsins Oliver Christensen mættust á dögunum á EM U21 í Ungverjalandi en einnig eru þeir samherjar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu OB.

Oliver Christensen stóð í markinu hjá danska liðinu í mótinu í Ungverjalandi og hélt hann hreinu í öllum þremur leikjum sínum. Næstur því að skora var Sveinn Aron en Oliver sá við vítaspyrnu Sveins.

„Ég braut af mér sjálfur og það er aldrei gott en sem betur fer varði ég vítaspyrnuna. Við höfum æft vítaspyrnur í OB svo það var smá fyndið þegar ég sá að Sveinn tók boltann,“ sagði Oliver.

„Ég reiknaði með því að hann myndi skjóta vinstra megin við mig. Hann skýtur yfirleitt í hitt hornið og hann veit að ég veit það, svo það var ekki svo erfitt að lesa hann,“ bætti Oliver við.

Danirnir eru komnir áfram í átta liða úrslitin þar sem þeir mæta Frökkum í sumar en Oliver hefur leikið þrettán leiki fyrir U21 árs landsliðið. Hann hefur haldið hreinu í fimm af þeim leikjum.

Sveinn Aron lék svo í vikunni sinn fyrsta A-landsleik en hann er á láni hjá danska félaginu frá ítalska félaginu Sperzia.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.