Innlent

Kýrin Ösp mjólkar allra mest á Suðurlandi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Fjóla Ingveldur með verðlaunin fyrir Ösp og Ösp sjálf í fjósinu í Birtingaholti. Fjóla segir Ösp heilsuhrausta og góð kýr og segir að hún sé kýr, sem hún viti ekki af í fjósinu.
Fjóla Ingveldur með verðlaunin fyrir Ösp og Ösp sjálf í fjósinu í Birtingaholti. Fjóla segir Ösp heilsuhrausta og góð kýr og segir að hún sé kýr, sem hún viti ekki af í fjósinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kýrin Ösp á bænum Birtingaholti í Hrunamannahreppi er mikill kostagripur því hún er nytjahæsta kýrin á Suðurlandi. Ösp mjólkaði vel yfri fimmtíu lítra á dag í sautján vikur í röð á síðasta ári.

Í fjósinu í Birtingaholti hjá þeim Fjólu og Sigurði eru rétt rúmlega hundrað mjólkandi kýr. Þar er ein kýr sem stendur upp úr hvaða varðar mjólkurmagn en það er hún Ösp, sem mjólkaði rúmlega 14 þúsund lítra á síðasta ári, geri aðrar kýr betur.

„Hún fór upp í 54,5 lítra á dag og svo hélt hún sig í 50 lítrum og yfir í 17 vikur þannig að yfir árið eru þetta einhverjir 38 lítrar að jafnaði á dag“, segir Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir kúabóndi í Birtingaholti og bætir við.

„Þetta er svona kýr eins og maður vill hafa þær flestar, sem maður veit ekki af í fjósinu. Hún bara fer og lætur mjólka sig, hún étur og er bara hraust og heilbrigð. Það er ekkert vesen á henni, hún er mjög þægileg.“

Ösp er mikill kostagripur, sem hefur reynst kúabændunum í Birtingaholti afskaplega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Bændurnir í Birtingaholti fengu nýlega verðlaun fyrir Ösp frá Búnaðarsambandi Suðurlands. Fjóla gerði tilraun til að sýna Ösp verðlaunagrpina en hún hafði ekki mikinn áhuga, rétt þefaði af bikarnum og hélt svo áfram að éta tugguna sína.

En hvernig er að vera kúabóndi í dag?

„Það er bara ágætt, mjög fínt. Það er alltaf gott að vera kúabóndi, gott að geta verið með dýrunum,“ segir Fjóla Ingveldur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.