Erlent

Bóluefni Pfizer með fullkomna virkni hjá tólf til fimmtán ára

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Pfizer segir bóluefnið hafa fullkomna virkni meðal barna á aldrinum 12 til 15 ára.
Pfizer segir bóluefnið hafa fullkomna virkni meðal barna á aldrinum 12 til 15 ára.

Forsvarsmen Pfizer segja nýjustu rannsóknir sýna að bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 sé 100 prósent virkt þegar það er gefið börnum á aldrinum 12 til 15 ára og framkalli öflugt ónæmisviðbragð.

Þetta eru enn betri niðurstöður en hjá aldurshópnum 16 til 25 ára.

Um 2.260 þátttakendur tóku þátt í tilrauninni og talsmenn Pfizer og samstarfsaðilans BioNTech segjast munu leggja niðurstöðurnar fyrir bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) og Lyfjastofnun Evrópu á næstunni.

Munu fyrirtækin fara fram á að markaðsleyfin fyrir bóluefnið verði útvíkkað og látið ná til barna og ungmenna en eins og er stendur er ekki mælt með bólusetningu yngri en 16 ára.

Haft var eftir framkvæmdastjóra Pfizer í fréttatilkynningu að vonir stæðu til að hægt yrði að hefja bólusetningar í umræddum aldurshópum fyrir næsta skólaár.

Tilraunin leiddi í ljós að á meðan átján börn í viðmiðunarhóp greindust með Covid-19, greindist enginn sem hafði fengið bóluefnið. Þá sýndu blóðprufur fram á sterkt ónæmissvar um mánuði eftir að þátttakendur fengu seinni skammtinn af efninu.

Hvað varðar aukaverkanir, sagði Pfizer að börnin virstu þola bóluefnið vel.

Pfizer og BioNTeck vinna nú að rannsóknum áhrifa bóluefnisins á ung börn, þau yngstu sex mánaða gömul. Þátttakendur á aldrinum 5 til 11 ára fengu fyrsta skammt í síðustu viku og stefnt er að því að gefa aldurshópnum 2 til 5 ára fyrsta skammt í næstu viku.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.