Höfnuðu beiðninni því endanlegur dómur í máli meints morðingja lá ekki fyrir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2021 11:51 Morð í Rauðagerði Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Albanskur karlmaður á fertugsaldri var ekki framseldur til Albaníu árið 2017 vegna þess að endanlegur dómur lá ekki fyrir í sakamáli hans í heimalandinu. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Karlmaðurinn er sagður hafa játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Vísir greindi frá því í gær að albanski karlmaðurinn væri eftirlýstur í heimalandinu þar sem hann ætti eftir að afplána fimm ára dóm fyrir ránsbrot. Albönsk dómsmálayfirvöld óskuðu árið 2015 eftir framsali hans en beiðninni var hafnað. Fram kom í svari ríkissaksóknara á Vísi í gær að beiðnin hefði ekki uppfyllt skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að. Beiðinni hafi því verið hafnað tveimur árum síðar, eða árið 2017. Vísir spurðist í framhaldinu fyrir um nánari ástæður þess að beiðinni væri hafnað, ekki bara fyrrnefndar vísanir í lög. Í svari dómsmálaráðuneytisins við framhaldsfyrirspurn fréttastofu segir að Ísland og Albanía séu aðilar að samningi Evrópuráðsins um framsal sakamanna. Ekki sé þó í gildi sérstakur samningur milli landanna. Segja ekki unnt að veita frekari upplýsingar Beiðni albanskra yfirvalda hafi verið tekin til afgreiðslu í ráðuneytinu og svo send til ríkissaksóknara til frekari afgreiðslu. Meðferð málsins hafi leitt í ljós að hafna skyldi beiðninni þar sem endanlegur dómur í máli mannsins í Albaníu lá ekki fyrir þegar beiðnin var til meðferðar hjá íslenskum yfirvöldum. „Endanlegur dómur er dómur lægra dómstigs sem ekki hefur verið áfrýjað innan áfrýjunarfrests til æðra dómstigs, eða dómur æðra dómstigs sem áfrýjað hefur verið dómi lægra dómstigs til. Sé endanlegur dómur ekki fallinn á æðra dómstigi telst dómur lægra dómstigs því ekki fullnustuhæfur og því ekki hægt að verða við framsalsbeiðni á grundvelli fullnustu refsingar, fyrr en endanlegur dómur liggur fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Vísir óskaði eftir afriti af samskiptum albanskra yfirvalda við íslensk yfirvöld vegna málsins en þeirri beiðni hafnaði dómsmálaráðuneytið á þeim forsendum að lög um meðferð sakamála gildi varðandi framsalsbeiðnir. Stjórnvöldum sé því óheimilt að afhenda öðrum en hinum eftirlýsta manni og lögmanni hans gögn málsins eða upplýsa um einstök atriði. „Er því ekki unnt að veita frekari upplýsingar vegna þessa máls,“ segir Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð. Morð í Rauðagerði Albanía Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Karlmaðurinn er sagður hafa játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Vísir greindi frá því í gær að albanski karlmaðurinn væri eftirlýstur í heimalandinu þar sem hann ætti eftir að afplána fimm ára dóm fyrir ránsbrot. Albönsk dómsmálayfirvöld óskuðu árið 2015 eftir framsali hans en beiðninni var hafnað. Fram kom í svari ríkissaksóknara á Vísi í gær að beiðnin hefði ekki uppfyllt skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að. Beiðinni hafi því verið hafnað tveimur árum síðar, eða árið 2017. Vísir spurðist í framhaldinu fyrir um nánari ástæður þess að beiðinni væri hafnað, ekki bara fyrrnefndar vísanir í lög. Í svari dómsmálaráðuneytisins við framhaldsfyrirspurn fréttastofu segir að Ísland og Albanía séu aðilar að samningi Evrópuráðsins um framsal sakamanna. Ekki sé þó í gildi sérstakur samningur milli landanna. Segja ekki unnt að veita frekari upplýsingar Beiðni albanskra yfirvalda hafi verið tekin til afgreiðslu í ráðuneytinu og svo send til ríkissaksóknara til frekari afgreiðslu. Meðferð málsins hafi leitt í ljós að hafna skyldi beiðninni þar sem endanlegur dómur í máli mannsins í Albaníu lá ekki fyrir þegar beiðnin var til meðferðar hjá íslenskum yfirvöldum. „Endanlegur dómur er dómur lægra dómstigs sem ekki hefur verið áfrýjað innan áfrýjunarfrests til æðra dómstigs, eða dómur æðra dómstigs sem áfrýjað hefur verið dómi lægra dómstigs til. Sé endanlegur dómur ekki fallinn á æðra dómstigi telst dómur lægra dómstigs því ekki fullnustuhæfur og því ekki hægt að verða við framsalsbeiðni á grundvelli fullnustu refsingar, fyrr en endanlegur dómur liggur fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Vísir óskaði eftir afriti af samskiptum albanskra yfirvalda við íslensk yfirvöld vegna málsins en þeirri beiðni hafnaði dómsmálaráðuneytið á þeim forsendum að lög um meðferð sakamála gildi varðandi framsalsbeiðnir. Stjórnvöldum sé því óheimilt að afhenda öðrum en hinum eftirlýsta manni og lögmanni hans gögn málsins eða upplýsa um einstök atriði. „Er því ekki unnt að veita frekari upplýsingar vegna þessa máls,“ segir Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Morð í Rauðagerði Albanía Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira