Svona var blaðamannafundur Arnars og Arons í Liechtenstein Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2021 10:30 Arnar Þór Viðarsson hefur haft í nógu að snúast í sínu fyrsta landsliðsverkefni. EPA-EFE/Friedemann Vogel Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Liechtenstein eftir nokkuð stormasama daga í sínu fyrsta landsliðsverkefni. Ísland mætir Liechtenstein á morgun í þriðja leiknum í undankeppni HM, eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi og 2-0 tap gegn Armeníu. Beina textalýsingu með öllu því helsta sem fram kom á fundinum má sjá hér að neðan en fundurinn var einnig sýndur á Youtube. Á fundinum kom meðal annars fram að Kolbeinn Sigþórsson hefði handarbrotnað í leiknum við Armeníu. Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun fyrir þann leik og Albert Guðmundsson er í leikbanni á morgun. Því ákvað Arnar að kalla á fjóra fyrrverandi lærisveina sína úr U21-landsliðinu en ekki er alveg ljóst hvaða hlutverk þeir fá. Það skýrist af ástandi leikmanna þegar nær dregur leiknum á morgun. Arnar tjáði sig einnig um mál Viðars Arnar Kjartanssonar og sagði vel koma til greina að ræða við Viðar eftir landsleikinn á morgun, til að hreinsa loftið. Aron Einar sagði umræðuna um Viðar ekki hafa áhrif á hópinn þó að vissulega yrðu menn varir við fréttaflutninginn. Hann harmaði það að Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, skyldi dylgja um samband Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen, og sagði meðal annars: „Mér finnst það skítkast og veit ekki hvað skal segja um það. Auðvitað hikstar liðið og þá er reynt að finna einhverja punkta til að tala um. En að koma með svona sögu út í loftið, sem er ekki rétt, finnst mér galið og kjánalegt. Við eigum skilið að vera gagnrýndir, það er mikilvægt fyrir okkur, en að búa til sögur sem eru ekki sannar, til að auglýsa eitthvað, finnst mér fáránlegt.“ Frekari upplýsingar af fundinum má finna í textalýsingunni hér að neðan.
Ísland mætir Liechtenstein á morgun í þriðja leiknum í undankeppni HM, eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi og 2-0 tap gegn Armeníu. Beina textalýsingu með öllu því helsta sem fram kom á fundinum má sjá hér að neðan en fundurinn var einnig sýndur á Youtube. Á fundinum kom meðal annars fram að Kolbeinn Sigþórsson hefði handarbrotnað í leiknum við Armeníu. Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun fyrir þann leik og Albert Guðmundsson er í leikbanni á morgun. Því ákvað Arnar að kalla á fjóra fyrrverandi lærisveina sína úr U21-landsliðinu en ekki er alveg ljóst hvaða hlutverk þeir fá. Það skýrist af ástandi leikmanna þegar nær dregur leiknum á morgun. Arnar tjáði sig einnig um mál Viðars Arnar Kjartanssonar og sagði vel koma til greina að ræða við Viðar eftir landsleikinn á morgun, til að hreinsa loftið. Aron Einar sagði umræðuna um Viðar ekki hafa áhrif á hópinn þó að vissulega yrðu menn varir við fréttaflutninginn. Hann harmaði það að Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, skyldi dylgja um samband Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen, og sagði meðal annars: „Mér finnst það skítkast og veit ekki hvað skal segja um það. Auðvitað hikstar liðið og þá er reynt að finna einhverja punkta til að tala um. En að koma með svona sögu út í loftið, sem er ekki rétt, finnst mér galið og kjánalegt. Við eigum skilið að vera gagnrýndir, það er mikilvægt fyrir okkur, en að búa til sögur sem eru ekki sannar, til að auglýsa eitthvað, finnst mér fáránlegt.“ Frekari upplýsingar af fundinum má finna í textalýsingunni hér að neðan.
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter Sjá meira