Á nú sjö gildandi Íslandsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 10:31 Hlynur Andrésson gaf allt sitt í hlaupið í gær og var alveg búinn í lokin. Skjámynd/mdr.de Hlynur Andrésson byrjaði maraþonferil sinn með því að bæta Íslandsmetið og það með glæsibrag. Hlynur Andrésson hefur verið duglegur að safna að sér Íslandsmetunum á síðustu árum og það nýjast kom í hús í gær þegar hann hljóp maraþonhlaup í fyrsta skiptið. Hlynur bætti Íslandsmet Kára Steins Karlssonar um rúmar þrjár og hálfa mínútu en það hafði staðið í næstum því heilan áratug. Íslandsmet Hlyns eru þar með orðin sjö talsins. Fyrsta Íslandsmetið hans kom í hús þegar hann sló metið í 5000 metra hlaupi 1. apríl 2017. Hann hefur síðan sett tíu Íslandsmet utanhúss til viðbótar í alls sjö mismunandi greinum. Hlynur Andrésson setti í dag nýtt glæsilegt Íslandsmet í maraþoni en hann kom í mark á 2:13:37. Fyrra metið var í eigu...Posted by FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands on Sunnudagur, 21. mars 2021 Þetta var fjórða Íslandsmetið sem Hlynur tekur af Kára Steini Karlssyni en Hlynur hefur einnig tekið tvö mjög gömul Íslandsmet af Jóni Diðrikssyni og svo eitt met af Sveini Margeirssyni. Hlynur hefur sett nýtt Íslandsmet fimm ár í röð en hann setti eitt Íslandsmet árið 2017, þrjú met árið 2018, tvö met árið 2019 og svo þrjú Íslandsmet í fyrra. „Það var alveg súrsætt að bæta Íslandsmetið þó að ég næði ekki Ólympíulágmarki. Ég á bara orðið svo mörg Íslandsmet að ég er eiginlega hættur að pæla í því. Ég er farinn að setja markið hærra en það og það þýðir að ná lágmörkum inn á þessi stóru mót og það er ekkert mót stærra en Ólympíuleikarnir,“ sagði Hlynur í samtali við Vísi eftir hlaupið sitt í gær. Það er samt athyglisvert að skoða listan yfir Íslandsmetin hans og ekki oft sem maður hefur átt sjö gildandi Íslandsmet í frjálsum íþróttum utanhúss á sama tíma. Íslandsmetin hans Hlyns Andréssonar má sjá hér fyrir neðan: 3000 metra hlaup á 8:02,60 mín. (Sett 1. ágúst 2020) 5000 metra hlaup á 13:57,89 mín. (Sett 20. júlí 2019) 10.000 metra hlaup á 28:55,47 mín. (Sett 19. september 2020) 10 km götuhlaup á 29:49 mín. (Sett 24. mars 2019) Hálft maraþon á 1:02:47 klst. (Sett 17. október 2020) 3000 metra hindrunarhlaup á 8:44,11 mín. (Sett 24. maí 2018) Maraþonhlaup á 2:13:37 klst. (Sett 21. mars 2021) -- Hversu gömlu voru metin þegar hann sló þau 3000 metra hlaup: Hafði staðið í 36 ár, 11 mánuði, og 3 daga 5000 metra hlaup: Hafði staðið í 7 ár og 5 daga en hefur bætt það alls þrisvar sinnum 10.000 metra hlaup: Hafði staðið í 9 ár 11 mánuði og 26 daga en hefur bætt það alls tvisvar sinnum 10 km götuhlaup: Hafði staðið í 35 ár 8 mánuði og 24 daga Hálft maraþon: hafði staðið í 5 ár, 6 mánuði og 18 daga 3000 metra hindrunarhlaup: hafði staðið í 14 ár, 11 mánuði og 12 daga Maraþonhlaup: Hafði staðið í 9 ár, 5 mánuði og 24 daga Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sjá meira
Hlynur Andrésson hefur verið duglegur að safna að sér Íslandsmetunum á síðustu árum og það nýjast kom í hús í gær þegar hann hljóp maraþonhlaup í fyrsta skiptið. Hlynur bætti Íslandsmet Kára Steins Karlssonar um rúmar þrjár og hálfa mínútu en það hafði staðið í næstum því heilan áratug. Íslandsmet Hlyns eru þar með orðin sjö talsins. Fyrsta Íslandsmetið hans kom í hús þegar hann sló metið í 5000 metra hlaupi 1. apríl 2017. Hann hefur síðan sett tíu Íslandsmet utanhúss til viðbótar í alls sjö mismunandi greinum. Hlynur Andrésson setti í dag nýtt glæsilegt Íslandsmet í maraþoni en hann kom í mark á 2:13:37. Fyrra metið var í eigu...Posted by FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands on Sunnudagur, 21. mars 2021 Þetta var fjórða Íslandsmetið sem Hlynur tekur af Kára Steini Karlssyni en Hlynur hefur einnig tekið tvö mjög gömul Íslandsmet af Jóni Diðrikssyni og svo eitt met af Sveini Margeirssyni. Hlynur hefur sett nýtt Íslandsmet fimm ár í röð en hann setti eitt Íslandsmet árið 2017, þrjú met árið 2018, tvö met árið 2019 og svo þrjú Íslandsmet í fyrra. „Það var alveg súrsætt að bæta Íslandsmetið þó að ég næði ekki Ólympíulágmarki. Ég á bara orðið svo mörg Íslandsmet að ég er eiginlega hættur að pæla í því. Ég er farinn að setja markið hærra en það og það þýðir að ná lágmörkum inn á þessi stóru mót og það er ekkert mót stærra en Ólympíuleikarnir,“ sagði Hlynur í samtali við Vísi eftir hlaupið sitt í gær. Það er samt athyglisvert að skoða listan yfir Íslandsmetin hans og ekki oft sem maður hefur átt sjö gildandi Íslandsmet í frjálsum íþróttum utanhúss á sama tíma. Íslandsmetin hans Hlyns Andréssonar má sjá hér fyrir neðan: 3000 metra hlaup á 8:02,60 mín. (Sett 1. ágúst 2020) 5000 metra hlaup á 13:57,89 mín. (Sett 20. júlí 2019) 10.000 metra hlaup á 28:55,47 mín. (Sett 19. september 2020) 10 km götuhlaup á 29:49 mín. (Sett 24. mars 2019) Hálft maraþon á 1:02:47 klst. (Sett 17. október 2020) 3000 metra hindrunarhlaup á 8:44,11 mín. (Sett 24. maí 2018) Maraþonhlaup á 2:13:37 klst. (Sett 21. mars 2021) -- Hversu gömlu voru metin þegar hann sló þau 3000 metra hlaup: Hafði staðið í 36 ár, 11 mánuði, og 3 daga 5000 metra hlaup: Hafði staðið í 7 ár og 5 daga en hefur bætt það alls þrisvar sinnum 10.000 metra hlaup: Hafði staðið í 9 ár 11 mánuði og 26 daga en hefur bætt það alls tvisvar sinnum 10 km götuhlaup: Hafði staðið í 35 ár 8 mánuði og 24 daga Hálft maraþon: hafði staðið í 5 ár, 6 mánuði og 18 daga 3000 metra hindrunarhlaup: hafði staðið í 14 ár, 11 mánuði og 12 daga Maraþonhlaup: Hafði staðið í 9 ár, 5 mánuði og 24 daga
Íslandsmetin hans Hlyns Andréssonar má sjá hér fyrir neðan: 3000 metra hlaup á 8:02,60 mín. (Sett 1. ágúst 2020) 5000 metra hlaup á 13:57,89 mín. (Sett 20. júlí 2019) 10.000 metra hlaup á 28:55,47 mín. (Sett 19. september 2020) 10 km götuhlaup á 29:49 mín. (Sett 24. mars 2019) Hálft maraþon á 1:02:47 klst. (Sett 17. október 2020) 3000 metra hindrunarhlaup á 8:44,11 mín. (Sett 24. maí 2018) Maraþonhlaup á 2:13:37 klst. (Sett 21. mars 2021) -- Hversu gömlu voru metin þegar hann sló þau 3000 metra hlaup: Hafði staðið í 36 ár, 11 mánuði, og 3 daga 5000 metra hlaup: Hafði staðið í 7 ár og 5 daga en hefur bætt það alls þrisvar sinnum 10.000 metra hlaup: Hafði staðið í 9 ár 11 mánuði og 26 daga en hefur bætt það alls tvisvar sinnum 10 km götuhlaup: Hafði staðið í 35 ár 8 mánuði og 24 daga Hálft maraþon: hafði staðið í 5 ár, 6 mánuði og 18 daga 3000 metra hindrunarhlaup: hafði staðið í 14 ár, 11 mánuði og 12 daga Maraþonhlaup: Hafði staðið í 9 ár, 5 mánuði og 24 daga
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sjá meira