Lífið samstarf

Óður til ostborgarans

Grill 66
Verðlaunakokkurinn Sigurður Laufdal er höfundur páskaborgarans í ár.
Verðlaunakokkurinn Sigurður Laufdal er höfundur páskaborgarans í ár.

Grill 66 býður sérútbúinn ostborgara í tilefni páskanna.

Páskaborgari Sigurðar Laufdal er kominn í sölu á Grill 66. Í þriðja sinn býður veitingastaðurinn Grill 66 á Olís-stöðvunum upp á sérútbúinn páskaborgara í samstarfi við þekkta matreiðslumeistara. Að þessu sinni er höfundur páskaborgarans verðlaunakokkurinn Sigurður Laufdal, sem keppti fyrir Íslands hönd í matreiðslukeppninni Bocuse d'OR í Lyon í Frakklandi 2020–2021 og landaði þar fjórða sæti. Þá var Sigurður valinn matreiðslumaður ársins 2011.

Páskaborgari Sigurðar er borinn fram í dúnmjúku kartöflubrauði en hann samanstendur af tveimur 90 g borgurum úr sérvöldu íslensku nautakjöti, tveimur sneiðum af maribo-osti, beikonkurli, rauðlauk, tómatsneiðum, súrum gúrkum, klettasalati og hnetusmjörs-chipotle mæjónesi.

Sigurður lýsir hugmyndinni að páskaborgaranum svona: „Það sem er mikið í gangi úti í heimi í dag er að ostborgarinn er kominn aftur og fær dálítið að njóta sín, þannig að mig langaði til að gera mína útgáfu af ostborgara. Það er svo eitthvað við hnetusmjörið sem kýlir bragði svolítið upp og auðvitað beikonkurlið. Kartöflubrauðið kemur skemmtilega inn líka. Þannig að mín hugmynd var þessi klassíski ostborgari án þess að flækja hann of mikið en þó með skemmtilegu bragði aukalega.“

Páskaborgari Sigurðar Laufdal verður í boði á Grill 66 á Olís frá og með 17. mars og fram yfir páska, eða meðan birgðir endast. 

Grill 66 er að finna á 16 Olís-stöðvum víðsvegar um land, en á fjórum þeim stærstu á höfuðborgarsvæðinu er boðið upp á að panta á netinu og sækja; Álfheimum, Gullibrú, Norðlingaholti og Langatanga Mosfellsbæ. Nánari upplýsingar á grill66.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×