Sport

Eitt ár liðið síðan allt íþróttalíf stöðvaðist og „Sportið í dag“ fór í loftið: Sjáðu þáttinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson sjást hér á fyrstu sekúndum þáttarins sem kom íslensku íþróttaáhugafólki í gegnum íþróttabannið fyrir ári síðan.
Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson sjást hér á fyrstu sekúndum þáttarins sem kom íslensku íþróttaáhugafólki í gegnum íþróttabannið fyrir ári síðan. Skjámynd

Vísir endursýnir í dag ársgamlan þátt af Sportinu í dag en þessi þáttur fór í loftið þegar allt íþróttalíf var sett í frost þegar samkomubann varð að veruleika á Íslandi.

Íþróttaþátturinn Sportið í dag kom íslensku íþróttaáhugafólki í gegnum tómarúmið sem skapaðist síðasta vor þegar öllum íþróttaleikjum og íþróttaviðburðum var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.

Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson fóru þá í loftið með þennan nýjan fréttaþátt um íþróttir heima og erlendis. Þátturinn var á dagskrá í 49 virka daga í röð og fengu alls 221 viðmælendur í þáttinn.

Í fyrsta þættinum var rætt við Guðna Bergsson, Danielle Rodriguez, Rúnar Sigtryggsson og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur.

Hér fyrir neðan má sjá fyrsta þáttinn frá 16. mars 2020 eða um leið og kórónuveiran stoppaði allt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×