Spánverjar ráðast í tilraunaverkefni um fjögurra daga vinnuviku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2021 14:55 Iñigo Errejón þingmaður vinstri flokksins Maís País segir tilraunina löngu tímabæra. Alvaro Hurtado/NurPhoto/Getty Images Spánn gæti orðið fyrsta landið í heiminum til að prufukeyra tilraunverkefni um fjögurra daga vinnuviku. Spænska ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu vinstri flokksins Más País um að hrinda hinu þriggja ára tilraunaverkefni úr vör. Fyrirtæki sem hafa áhuga á hugmyndinni um styttri vinnuviku geta tekið þátt í verkefninu. Frá þessum fréttum greinir The Guardian. Stjórnmálaflokkurinn Más País lagði fram tillöguna fyrr á þessu ári en viðræður hafa staðið yfir um hana í nokkrar vikur. Íñigo Errejón, þingmaður Más País og formaður flokksins, sagði að með verkefninu um þrjátíu og tveggja stunda vinnuviku væri verið að hefja, með þýðingarmiklum hætti, eina mikilvægustu umræðu samtímans. Hugmyndin sé löngu tímabær. Þau rök sem færð hafa verið með hugmyndinni um styttri vinnuviku eru aukin framleiðni, betri geðheilsa starfsfólks og minna kolefnisfótspor. Hugmynd Más País lýtur að því að fjármagn frá hinu opinbera verði sett í verkefnið til að tryggja minni áhættu fyrir fyrirtækin sem taka þátt í tilrauninni sem mun standa yfir í þrjú ár. Þannig verði fyrirtækjum greitt að fullu það tap sem hugsanlega gæti hlotist af tilrauninni fyrsta heila árið, til helminga seinna árið og því sem nemur þrjátíu og þremur prósentum tapsins þriðja og síðasta árið. Flokknum reiknast til að um tvö hundruð fyrirtæki með á bilinu þrjú til sex þúsund manns í vinnu geti tekið þátt. Ófrávíkjanleg krafa til fyrirtækja verður að vinnuvikan verði stytt í umrædda fjóra daga, að laun starfsfólks muni ekki skerðast við breytinguna og að fólki verði ekki sagt upp. Tillagan hefur einnig hlotið gagnrýni en Ricardo Mur, sem er í fyrirsvari fyrir fjölmennustu samtök atvinnulífsins á Spáni lýsir hugmyndinni sem „brjálæði“. Leiðin úr úr kórónukreppunni sé meiri vinna, ekki minni. Stytting vinnuvikunnar Spánn Vinnumarkaður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Fyrirtæki sem hafa áhuga á hugmyndinni um styttri vinnuviku geta tekið þátt í verkefninu. Frá þessum fréttum greinir The Guardian. Stjórnmálaflokkurinn Más País lagði fram tillöguna fyrr á þessu ári en viðræður hafa staðið yfir um hana í nokkrar vikur. Íñigo Errejón, þingmaður Más País og formaður flokksins, sagði að með verkefninu um þrjátíu og tveggja stunda vinnuviku væri verið að hefja, með þýðingarmiklum hætti, eina mikilvægustu umræðu samtímans. Hugmyndin sé löngu tímabær. Þau rök sem færð hafa verið með hugmyndinni um styttri vinnuviku eru aukin framleiðni, betri geðheilsa starfsfólks og minna kolefnisfótspor. Hugmynd Más País lýtur að því að fjármagn frá hinu opinbera verði sett í verkefnið til að tryggja minni áhættu fyrir fyrirtækin sem taka þátt í tilrauninni sem mun standa yfir í þrjú ár. Þannig verði fyrirtækjum greitt að fullu það tap sem hugsanlega gæti hlotist af tilrauninni fyrsta heila árið, til helminga seinna árið og því sem nemur þrjátíu og þremur prósentum tapsins þriðja og síðasta árið. Flokknum reiknast til að um tvö hundruð fyrirtæki með á bilinu þrjú til sex þúsund manns í vinnu geti tekið þátt. Ófrávíkjanleg krafa til fyrirtækja verður að vinnuvikan verði stytt í umrædda fjóra daga, að laun starfsfólks muni ekki skerðast við breytinguna og að fólki verði ekki sagt upp. Tillagan hefur einnig hlotið gagnrýni en Ricardo Mur, sem er í fyrirsvari fyrir fjölmennustu samtök atvinnulífsins á Spáni lýsir hugmyndinni sem „brjálæði“. Leiðin úr úr kórónukreppunni sé meiri vinna, ekki minni.
Stytting vinnuvikunnar Spánn Vinnumarkaður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira