Loftgæði í Beijing mjög hættuleg Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 15. mars 2021 08:48 Skyggni er lítið sem ekkert í borginni og rauðgulur blær á öllum myndum þar sem geislar sólarinnar komast ekki í gegnum huluna. Getty Gríðarleg loftmengun er nú í kínversku höfuðborginni Beijing en öflugur sandstormur blæs yfir borgina og eykur enn á þá miklu mengun sem fyrir er venjulega í stórborginni. Skyggni er lítið sem ekkert í borginni og rauðgulur blær á öllum myndum þar sem geislar sólarinnar komast ekki í gegnum huluna. Loftgæði eru nú sögð afar hættuleg en loftgæði mældust þar í morgun 999 á hinum svokallaða AQI skala. Á sama tíma sýndu mælar í Tokyo 52, Í Sidney 17 og 26 í New York, til samanburðar. Svifryksmengunin í borginni mældist 600 á sama tíma, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að loftgæði á þeim skala megi helst ekki fara mikið upp fyrir 25. Sandstormurinn þekur tólf héröð Kína gulu ryki og sandi, samkvæmt frétt South China Morning Post, og hefur veðurstofa landsins sett á gula viðvörun, sem er sú næst hæsta af fjórum. Borgin verður reglulega fyrir sandstormum frá Góbí eyðimörkinni í mars og apríl en veðurstofa Kína segir þennan þann versta sem sést hafi í áratug. Reuters segir Peking verða reglulega fyrir sandstormum vegna nálægðar höfuðborgarinnar við Góbíeyðimörkina og sömuleiðis vegna skógareyðingar í norðvesturhluta Kína. Frá Tiananmentorgi í Peking.Getty Ráðamenn þar hafa reynt að gróðursetja nýja skóga og bæta ástand svæðisins og segja það hafa hjálpað. Umhverfisráðuneyti Kína sagði í fyrra að stormarnir kæmu seinna á árinu og hættu fyrr, miðað við fyrir áratug síðan. Þó sandstormarnir hafi skánað hefur mengun verið mikið á svæðinu. Í Peking lýsti einn íbúi ástandinu við heimsendi, í samtali við blaðamann Reuters fréttaveitunnar. Skólar felldu niður alla viðburði utandyra og fólki með undirliggjandi heilsukvilla var ráðlagt að halda sig innandyra. Kína Loftslagsmál Mongólía Mest lesið Goddur er látinn Innlent Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Innlent Þykknar upp og snjóar Veður Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins Innlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Lögregla lokaði áfengissölustað Innlent Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Fleiri fréttir „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sjá meira
Skyggni er lítið sem ekkert í borginni og rauðgulur blær á öllum myndum þar sem geislar sólarinnar komast ekki í gegnum huluna. Loftgæði eru nú sögð afar hættuleg en loftgæði mældust þar í morgun 999 á hinum svokallaða AQI skala. Á sama tíma sýndu mælar í Tokyo 52, Í Sidney 17 og 26 í New York, til samanburðar. Svifryksmengunin í borginni mældist 600 á sama tíma, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að loftgæði á þeim skala megi helst ekki fara mikið upp fyrir 25. Sandstormurinn þekur tólf héröð Kína gulu ryki og sandi, samkvæmt frétt South China Morning Post, og hefur veðurstofa landsins sett á gula viðvörun, sem er sú næst hæsta af fjórum. Borgin verður reglulega fyrir sandstormum frá Góbí eyðimörkinni í mars og apríl en veðurstofa Kína segir þennan þann versta sem sést hafi í áratug. Reuters segir Peking verða reglulega fyrir sandstormum vegna nálægðar höfuðborgarinnar við Góbíeyðimörkina og sömuleiðis vegna skógareyðingar í norðvesturhluta Kína. Frá Tiananmentorgi í Peking.Getty Ráðamenn þar hafa reynt að gróðursetja nýja skóga og bæta ástand svæðisins og segja það hafa hjálpað. Umhverfisráðuneyti Kína sagði í fyrra að stormarnir kæmu seinna á árinu og hættu fyrr, miðað við fyrir áratug síðan. Þó sandstormarnir hafi skánað hefur mengun verið mikið á svæðinu. Í Peking lýsti einn íbúi ástandinu við heimsendi, í samtali við blaðamann Reuters fréttaveitunnar. Skólar felldu niður alla viðburði utandyra og fólki með undirliggjandi heilsukvilla var ráðlagt að halda sig innandyra.
Kína Loftslagsmál Mongólía Mest lesið Goddur er látinn Innlent Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Innlent Þykknar upp og snjóar Veður Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins Innlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Lögregla lokaði áfengissölustað Innlent Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Fleiri fréttir „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sjá meira