Íslenski boltinn

Fyrir­liði Fylkis sá rautt fyrir að klípa í pung Oli­vers

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hér má sjá atvikið sem leiddi til þess að Ragnar Bragi fékk rautt spjald.
Hér má sjá atvikið sem leiddi til þess að Ragnar Bragi fékk rautt spjald. BlikarTV

Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, fékk rautt spjald í 2-1 tapi liðsins gegn Breiðabliki i Lengjubikar karla fyrr í dag. Spjaldið fékk hann fyrir að klípa í pung Olivers Sigurjónssonar, leikmanns Breiðabliks.

Staðan var 1-1 er Ragnar Bragi fékk reisupassann en Fylkir mátti ekki tapa leiknum með meira en einu marki ef það ætlaði sér áfram í 8-liða úrslit Lengjubikarsins. Fór það svo að Breiðablik vann 2-1 og Fylkir skreið áfram í 8-liða úrslitin þar sem Stjarnan bíður.

Þegar rúm klukkustund var liðin af leiknum lenti leikmönnum beggja liða saman og virtist sem fyrirliði Fylkis væri að reyna róa menn niður. Dró hann til að mynda Arnór Borg Guðjohnsen í burtu eftir að Arnór Borg virtist sparka í Viktor Örn Margeirsson. Bæði Arnór og Viktor Örn fengu gul spjöld frá Elíasi Inga Árnasyni dómara.

Ragnar Bragi fékk hins vegar rautt spjald eftir að dómari leiksins sá hann klípa í pung Olivers, leikmann Breiðabliks.

Þetta var hans fyrsta spjald það sem af er ári en á síðasta ári nældi Ragnar Bragi sér í fjögur gul spjöld og tvö rauð. Árið þar áður fékk hann sjö gul og eitt rautt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×