Dak Prescott hefur slegið í gegn í leikstjórnandastöðunni hjá þessum risaklúbb en hefur hingað til verið á mjög lágum launum í samanburði við margra aðra leikstjórnendur NFL-deildarinnar.
Last October, Dak suffered a season-ending injury while playing on the franchise tag
— Bleacher Report (@BleacherReport) March 9, 2021
Now he's the $160M man in Dallas @brgridiron pic.twitter.com/1jPBdqIPSv
Dak Prescott meiddist illa á ökkla í fimmtu viku á síðasta tímabili og missti því af stórum hluta þess og það ýtti aðeins undir óvissuna með framtíð hans. Hann mun ná sér að fullu af meiðslunum en það var mikil óvissa með hvort Dallas væri tilbúið að borga honum alvöru pening.
Nú er aftur á móti orðið ljóst að Dak Prescott fær metsamning hjá Dallas Cowboys liðinu. Þessi 28 ára leikmaður þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum framar.
Highest signing bonus in NFL history:
— Adam Schefter (@AdamSchefter) March 9, 2021
Dak Prescott $66M
Russell Wilson $65M
Aaron Rodgers $57.5M
Matthew Stafford $50M
Matt Ryan $46.5M
Joe Flacco $40M
Aaron Donald $40M
Dallas Cowboys er tilbúið að borga honum 160 milljónir Bandaríkjadala, eða 20,4 milljarða íslenskra króna fyrir fjögurra ára samning. Dak er öruggur með 126 milljónir dala, sama hvernig gengur hjá honum á þessum tíma.
Hann setur síðan nýtt met með því að fá 66 milljónir dala borgaðar strax við undirskrift en það eru 8,4 milljarðar íslenska króna. Þetta gerir það að verkum að hann fær 75 milljónir dollara fyrir fyrsta ár samningsins sem er einnig met.
From @NFLTotalAccess: The #Cowboys deal for QB Dak Prescott has adjusted the QB landscape. Some details... pic.twitter.com/3QzqGJOxzF
— Ian Rapoport (@RapSheet) March 9, 2021