Erlent

Tvöhundruð sjötíu og níu stúlkum bjargað úr haldi mannræningja

Samúel Karl Ólason skrifar
Stúlkurnar vooru fluttar til byggða í rútum.
Stúlkurnar vooru fluttar til byggða í rútum. Ríkisstjóri Zamfara héraðs.

279 stúlkum hefur verið bjargað úr haldi glæpamanna í norðurhluta Nígeríu. Þeim var rænt úr skóla í bænum Jangebe í síðustu viku. Ráðamenn segja að þær upplýsingar um að 317 hafi verið rænt hafi verið rangar. Stúlkurnar hafi verið 279.

Bello Matawalle, ríkisstjóri Zamfara héraðs, tilkynnti björgun stúlknanna á Twitter í morgun.

Mannrán sem þetta, þar sem hópar ræna skólabörnum eru tiltölulega algeng í Nígeríu. Í þar síðustu viku var 42 rænt í heimavistarskóla í öðru norðanverðu héraði og 344 skóladrengjum var rænt í desember.

Báðum þeim hópum hefur verið bjargað úr haldi og heldur lögreglan því fram að ekkert lausnargjald hafi verið greitt. Sérfræðingar telja það ekki rétt.

Stúlkunum 279 var sleppt eftir viðræður embættismanna og ræningjanna, samkvæmt embættismönnum sem BBC ræddi við. Matawalle segir að lausnargjald hafi ekki verið greitt.

Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, opinberaði í síðustu viku að ríkisstjórnar hefðu greitt lausnargjald með peningum og bílum og hvatti þá til að endurskoða þá stefnu að gera það.

Mannránum sem þessum hefur farið fjölgandi og rekja sérfræðingar það til þess að verið sé að greiða lausnargjöld fyrir börnin sem rænt er.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.