Sport

Heimildin er ég sjálfur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
J.J. Watt #99 var einkar óheppinn með meiðsli á síðustu árum sínum með Houston Texans en ætti að eiga nokkur góð ár eftir.
J.J. Watt #99 var einkar óheppinn með meiðsli á síðustu árum sínum með Houston Texans en ætti að eiga nokkur góð ár eftir. Getty/Carmen Mandato

JJ Watt, varnarmaðurinn frábæri í NFL-deildinni, hefur fundið sér nýtt lið í ameríska fótboltanum og hann skaut aðeins á „skúbbarana“ þegar hann tilkynnti þetta.

JJ Watt fékk sig lausan frá Houston Texans á dögunum en hann hafði spilað með liðinu í níu ár og á þeim tíma verið meðal annars þrisvar sinnum kosinn varnarmaður ársins.

Nú var hins vegar komið að nýjum kafla á ferli Watt og hann var laus allra mála hjá Houston Texans.

Watt fékk því að kanna markaðinn og finna sér nýtt lið. Það var Arizona Cardinals sem vann það kapphlaup með því að bjóða honum 31 milljón Bandaríkjadali fyrir næstu tvö tímabil þar af 23 milljónir tryggðar. Watt fær því 3,95 milljarða í laun næstu tvær leiktíðir.

JJ Watt sagði frá samningnum sjálfur með því að birta mynd af sér á samfélagmiðlum í æfingartreyju Arizona Cardinals. Undir stóð: Heimildin er ég sjálfur.

Það er mikið um það í bandarískum fjölmiðlum að blaðamenn fái staðfestingar á fréttum eftir ónefndum heimildarmönnum og JJ Watt skaut þarna aðeins á „skúbbarana“ í gær.

Það er samt óhætt að segja að þetta hafi komið nokkuð á óvart. Sumir sem voru að leyfa fólki að veðja á hvar JJ Watt myndi enda gáfu upp eftirtalda möguleika:

Pittsburgh, Tampa Bay, Green Bay, Baltimore, Chicago, Dallas, New England, Buffalo, Miami, Cleveland og Tennessee. Arizona Cardinals liðið var ekki á þeim lista.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.