Sport

Dag­­skráin í dag: Toppslagur í Njarð­­vík, Domino's Körfu­­bolta­­kvöld og CR7

Anton Ingi Leifsson skrifar
Njarðvík getur jafnað ÍR að stigum með sigri í kvöld.
Njarðvík getur jafnað ÍR að stigum með sigri í kvöld. mynd/fésbókarsíða Njarðvíkur

Þrjár beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í dag. Tvær úr heimi körfuboltans og einn leikur í ítalska fótboltanum.

Njarðvík og ÍR mætast í Ljónagryfjunni klukkan 19.10 en liðin leika í 1. deild kvenna.

Leikurinn er toppslagur. ÍR er á toppi deildarinnar með átta sigra í fyrstu átta leikjunum en Njarðvík er með fjórtán stig í öðru sætinu.

Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino's Körfuboltakvöldi gera svo upp fyrstu umferðina eftir landsleikjahlé klukkan 21.15

Klukkan 19.35 mæta Cristiano Ronaldo og samherjar hans Spezia á heimavelli í ítalska boltanum.

Juventus er í þriðja sætinu með 46 stig, tíu stigum á eftir toppliði Inter en getur minnkað forskot þeirra í kvöld.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.