Lífið

Nota súrmjólk til að græða upp mosa

Tinni Sveinsson skrifar
Sigríður Sigurðardóttir hjá Veitum og Magnea Magnúsdóttir hjá Orku náttúrunnar.
Sigríður Sigurðardóttir hjá Veitum og Magnea Magnúsdóttir hjá Orku náttúrunnar.

Sigríður Sigurðardóttir og Magnea Magnúsdóttir settust niður með Bergi Ebba Benediktssyni í þættinum Framtíðin.

Bergur Ebbi fjallar um þær tækninýjungar sem eru handan við hornið og þær áskoranir sem standa í vegi fyrir innleiðingu þeirra í þáttunum Framtíðin, sem eru unnir af Orkuveitu Reykjavíkur. Hér má sjá síðasta þáttinn af fjórum.

Magnea er umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar og Sigríður Sigurðardóttir er sérfræðingur í hermun og gerð kerfislíkana hjá Veitum.

Klippa: Framtíðin - Magnea Magnúsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir

Nýsköpun í landgræðslu

Magnea og Sigríður segja að ekki skipti bara máli að finna stanslaust upp nýja tækni heldur einnig að nýta betur þá tækni og hugmyndir sem við höfum aðgang að í dag.

„Þegar ég vann að mastersverkefninu mínu sá ég að í Bandaríkjunum var verið að nota buttermilk til þess að græða mosa á steina. Ég hugsaði um hvað við gætum notað hér heima en það er auðvitað súrmjólk,“ nefnir Magnea sem dæmi um nýsköpun í landgræðslu hjá ON. 

„Við höfum verið að rækta upp skemmdir í mosaþembunni hér á Hellisheiði með því að blanda saman súrmjólk og mosa og nota sem plástur á sárin.“

Bergur Ebbi Benediktsson er í essinu sínu í vefþáttunum Framtíðin.

Endum með sýndar­veru­leika­gler­augu úti í garði

„Við erum að vinna með kerfi sem eru neðanjarðar, sem sjást ekki. Við gætum verið með aukinn sýndarveruleika. Þá seturðu bara á þig sýndarveruleikagleraugu, horfir á húsið og horfir svo niður og sérð lagnirnar í jörðinni,“ segir Sigríður.

Tæknin til þess að gera þetta er í raun til en þessar hugmyndir og fleiri eru ræddar í þættinum.

Hægt er að sjá lengri útgáfu af þættinum hér á YouTube.


Tengdar fréttir

Má segja allt á netinu?

Sigurlína Ingvarsdóttir tölvuleikjaframleiðandi og Axel Paul Gunnarsson, sérfræðingur hjá Ljósleiðaranum, settust niður með Bergi Ebba Benediktssyni í þættinum Framtíðin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×