Sport

Sá besti og Shailene Woodley trúlofuð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aaron Rodgers og Shailene Woodley eru mikið hæfileikafólk, hvort á sínu sviði.
Aaron Rodgers og Shailene Woodley eru mikið hæfileikafólk, hvort á sínu sviði. vísir/getty

Aaron Rodgers, verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar á síðasta tímabili, er trúlofaður stórleikkonunni Shailene Woodley.

Hún staðfesti þetta í þættinum The Tonight Show með Jimmy Fallon í gær. Woodley sagði að þau Rodgers hefðu trúlofað sig fyrir nokkru síðan.

Rodgers, sem er leikstjórnandi Green Bay Packers, var valinn verðmætasti leikmaður (MVP) NFL-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Það var í þriðja sinn sem hann hefur fengið þessi verðlaun.

Woodley er ein af fremstu ungu leikkonunum í Hollywood. Hún hefur meðal annars leikið í Divergent myndunum, The Descendants, The Spectacular Now og Adrift sem Baltasar Kormákur leikstýrði. Þá lék Woodley í þáttunum vinsælu, Big Little Lies, og fékk tilnefningu til Emmy verðlauna fyrir frammistöðu sína í þeim.

Í The Tonight Show sagðist Woodley ekki hafa mikinn áhuga á íþróttum og vissi ekki mikið um leikmanninn Rodgers.

„Hann er góður. Hann er frábær. En ég skil þetta samt ekki. Því ég þekki hann ekki sem íþróttamann. Ég þekki hann sem lúðann sem vill koma fram í Jeopardy þættinum! Það er gaurinn sem ég þekki.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.