Íslenskur strákur valinn sem ein af vonarstjörnum CrossFit íþróttarinnar í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 08:30 Haraldur Holgersson sést hér til hægri við hlið Björgvins Karls Guðmundssonar en BKG hefur undanfarin ár verið yfirburðarmaður í karlaflokki í CrossFit íþróttinni á Íslandi. Instagram/@haraldur98 Haraldur Holgersson er tilnefndur af sérfræðingi Morning Chalk Up sem einn af unga CrossFit fólki heimsins sem gæti slegið í gegn á árinu 2021. Morning Chalk Up fékk þrjá sérfræðinga til að tilnefna einn karl og eina kona sem gætu skapað sér nafn á heimsleikunum í CrossFit í ár. Sérfræðingarnir eru þeir Tommy Marquez, Patrick Clark og Brian Friend. Tilnefndu þeir CrossFit fólk frá fjórum löndum og þar á meðal Íslandi. Íþróttafólkið varð að vera 23 ára eða yngri og hafa aldrei tekið þátt áður á heimsleikunum. Tommy Marquez tilnefndi Dallin Pepper, nítján ára Bandaríkjamann og hina sautján ára gömlu Anikha Greer frá Kanada. Patrick Clark tilnefndi 21 árs gamlan Bandaríkjamann að nafni Cole Greashaber og Ellie Turner sem er 23 ára og frá Ástralíu. Brian Friend horfði hins vegar norður til Íslands og tilnefndi hinn 22 ára gamla Harald Holgersson og Sydney Michalyshen sem er 21 árs gömul og frá Kanada. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98) Haraldur hefur náð góðum árangri í unglingaflokki á heimsleikunum en hann endaði í áttunda sæti í flokki 16 til 17 ára stráka árið 2016. Hann náði þá fimmta besta árangrinum í heimi í The Open í sínum aldursflokki. Haraldur tók þá í liðakeppninni árið 2017 og varð þá í 28. sæti á heimsleikunum með CF XY. Haraldur hefur verið að minna á sig síðustu ár, varð meðal annars sjöundi á Strength in Depth og fimmti á CrossFit móti í Noregi. Haraldur átti fínt Open í fyrra þar sem hann endaði í 94. sæti í heiminum og varð næstefstur karla á Íslandi á eftir Björgvini Karli Guðmundssyni. „Þó að það sé ólíklegt að hann geri betur en BKG þá býst ég við því að hann standi sig enn betur á The Open í ár. Ég held að hann muni berjast um sæti í undanúrslitunum og svo sæti á heimsleikunum í framhaldinu,“ sagði Brian Friend um Harald. Það má finna meira um þetta val á væntanlegum spútnikstjörnum ársins í CrossFit íþróttinni með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98) CrossFit Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Morning Chalk Up fékk þrjá sérfræðinga til að tilnefna einn karl og eina kona sem gætu skapað sér nafn á heimsleikunum í CrossFit í ár. Sérfræðingarnir eru þeir Tommy Marquez, Patrick Clark og Brian Friend. Tilnefndu þeir CrossFit fólk frá fjórum löndum og þar á meðal Íslandi. Íþróttafólkið varð að vera 23 ára eða yngri og hafa aldrei tekið þátt áður á heimsleikunum. Tommy Marquez tilnefndi Dallin Pepper, nítján ára Bandaríkjamann og hina sautján ára gömlu Anikha Greer frá Kanada. Patrick Clark tilnefndi 21 árs gamlan Bandaríkjamann að nafni Cole Greashaber og Ellie Turner sem er 23 ára og frá Ástralíu. Brian Friend horfði hins vegar norður til Íslands og tilnefndi hinn 22 ára gamla Harald Holgersson og Sydney Michalyshen sem er 21 árs gömul og frá Kanada. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98) Haraldur hefur náð góðum árangri í unglingaflokki á heimsleikunum en hann endaði í áttunda sæti í flokki 16 til 17 ára stráka árið 2016. Hann náði þá fimmta besta árangrinum í heimi í The Open í sínum aldursflokki. Haraldur tók þá í liðakeppninni árið 2017 og varð þá í 28. sæti á heimsleikunum með CF XY. Haraldur hefur verið að minna á sig síðustu ár, varð meðal annars sjöundi á Strength in Depth og fimmti á CrossFit móti í Noregi. Haraldur átti fínt Open í fyrra þar sem hann endaði í 94. sæti í heiminum og varð næstefstur karla á Íslandi á eftir Björgvini Karli Guðmundssyni. „Þó að það sé ólíklegt að hann geri betur en BKG þá býst ég við því að hann standi sig enn betur á The Open í ár. Ég held að hann muni berjast um sæti í undanúrslitunum og svo sæti á heimsleikunum í framhaldinu,“ sagði Brian Friend um Harald. Það má finna meira um þetta val á væntanlegum spútnikstjörnum ársins í CrossFit íþróttinni með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98)
CrossFit Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira