Fótbolti

Enn einn sigur Gerrards í Skot­landi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gerrard gefur skipanir fyrr á leiktíðinni.
Gerrard gefur skipanir fyrr á leiktíðinni. Rob Casey/Getty

Rangers, lærisveinar Stevens Gerrard í skosku úrvalsdeildinni, halda uppteknum hætti og unnu enn einn sigurinn í deildinni í dag.

Rangers vann 1-0 sigur á Kilmarnock. Eina mark leiksins kom á 37. mínútu er Ryan Jack skoraði sigurmarkið.

Rangers er með 79 stig eftir fyrstu 29 leikina. Þeir hafa unnið 25, gert fjögur jafntefli og ekki tapað einum einasta leik.

Þeir eru með 21 stigs forskot á erkifjenduna í Celtic, sem eiga þó tvo leiki til góða, en Rangers komnir með níu fingur á titilinn sem þeir hafa ekki unnið síðan tímabilið 2010/2011.

Kilmarnock er í tíunda sætinu með 24 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.