Sport

Mamma Mahomes ósátt við dómarana í Super Bowl

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Randi Mahomes hafði eitt og annað við dómgæsluna í Super Bowl að athuga.
Randi Mahomes hafði eitt og annað við dómgæsluna í Super Bowl að athuga. getty/Douglas P. DeFelice

Randi Mahomes, mamma Patricks Mahomes, leikstjórnanda Kansas City Chiefs, sendi dómurunum tóninn eftir tap Kansas City fyrir Tampa Bay Buccaneers, 31-9, í Super Bowl í fyrradag.

Randi Mahomes var greinilega ekki sátt við meðferðina sem sonur hennar fékk og lét óánægju sína í ljós á Twitter. Hún skrifaði meðal annars eina færslu þar sem hún innvinklaði Giesele Bündchen, eiginkonu Toms Brady, leikstjórnanda Tampa Bay.

„Ef þú ert með dómarana á þínu bandi er þetta þá virkilega sigur!!!“ skrifaði Randi Mahomes. Hún hefur nú eytt færslunni.

Randi Mahomes gagnrýndi dómarana hins vegar í öðrum færslum og endurtísti öðrum færslum þar sem þeim er sagt til syndana.

Randi Mahomes var þó ekki bara í því að láta dómarana heyra það heldur birti hún skemmtilega mynd af sér með foreldrum Bradys sem hún sagði að væru vænsta fólk og þakkaði þeim fyrir hlý orð.

Íslandsvinurinn Mahomes var valinn mikilvægasti leikmaður Super Bowl þegar Kansas City varð meistari í fyrra.


NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir

Fyrstar kvenna til að vinna Super Bowl

Tvær konur áttu sinn þátt í því að gera Tamba Bay Buccaneers að Ofurskálarmeisturum í nótt þegar liðið vann sigur á Kansas City Chiefs, 31-9.

Brady fagnaði með dóttur sinni eins og síðast: Er ekki hættur

Tom Brady tilkynnti það á verðlaunapallinum í nótt að hann ætli að spila áfram með Tampa Bay Buccaneers liðinu á næstu leiktíð. Brady heldur upp á 44 ára afmælið sitt í haust og varð í nótt NFL-meistari í sjöunda skiptið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.