Ríkið sýknað af kröfu Grundar og Hrafnistu um greiðslu húsaleigu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 16:01 Hæstiréttur hefur staðfest dóma Landsréttar þar sem ríkið er sýknað af kröfum hjúkrunarheimilisins Grundar, dvalarheimilisins Áss og Hrafnistu um að ríkið skuli greiða heimilunum endurgjald fyrir fasteignir sem þau lögðu undir starfsemi sína á árunum 2013-2016. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóma Landsréttar þar sem ríkið er sýknað af kröfum hjúkrunarheimilisins Grundar, dvalarheimilisins Áss og Hrafnistu um að ríkið skuli greiða heimilunum endurgjald fyrir fasteignir sem þau lögðu undir starfsemi sína á árunum 2013-2016. Rekstraraðilar Grundar, Áss og Hrafnistuheimilanna byggðu mál sín á því að þeir sinntu þjónustu sem ríkinu beri að veita samkvæmt lögum. Því væri ríkinu skylt að griða allan kostnað sem af þjónustunni hlýst, þar á meðal húsnæðiskostnað. Forstjóri Grundarheimilanna skrifar á Facebook-síðu Markarinnar, sem einnig er rekin af Grund, áður en dómur Hæstaréttar féll að málið snúist um húsnæði Grundar og Áss sem nýtt er undir öldrunarþjónustu og ríkið hafi neitað að greiða húsaleigu fyrir. „Í rúmlega 15 ár höfum við reynt að fá ríkið til að greiða sanngjarna leigu án árangurs. Það var því árið 2016 sem við ákváðum að höfða mál á hendur ríkinu, sem eins og áður segir við höfum tapað í tvígang,“ skrifar Gísli Páll Gíslason, forstjóri Grundarheimilanna. „Á sama tíma og ríkið neitar að greiða húsaleigu þá rukkar það einstaka sveitarfélög fyrir afnot þeirra af húsnæði í eigu ríkisins sem sveitarfélagið notar til að veita öldrunarþjónustu. Öldrunarþjónustu sem ríkisvaldið hefur sett lög um að það (ríkisvaldið) skuli veita.“ Fram kemur á vef stjórnarráðsins að Grundarheimilin og Hrafnista hafi einnig byggt mál sitt á því að brotið væri gegn eignarréttindum þeirra þar sem ríkið gerði þeim að leggja til rekstursins húsnæði án endurgjalds og loks að ríkið gætti ekki jafnræðis við greiðslu húsnæðiskostnaðar til hjúkrunarheimila. Hæstiréttur í dag Í dag verður tekið fyrir í Hæstarétti málshöfðun Gundarheimilanna og Hrafnistu gegn ríkinu til...Posted by Mörkin, íbúðir 60+ on Thursday, January 14, 2021 „Finnst líklegra en ekki að við töpum“ Niðurstaða Landsréttar og Hæstaréttar er samróma, en áður hafði verið dæmt í málinu í héraðsdómi. Fram kemur í dómsniðurstöðum að bygging á húsnæði þeirra sem samið hafa við ríkið um rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila hafi verið fjármögnuð með ýmsum hætti í gegn um tíðina. „Breyting var gerð á lögum um málefni aldraðra sem tók gildi árið 2005 og heimilaði greiðslu húsaleigu úr Framkvæmdasjóði vegna hjúkrunarheimila sem reist væru að undangengnu útboði og tæki til stofnkostnaðar annarra en ríkisins,“ segir á vef stjórnarráðsins. Bent er á í dómnum að greiðsla húsaleigu samkvæmt þessu eigi einungis við vegna bygginga sem samþykkt hefur verið að reisa eftir 1. Janúar 2005 og því eigi það ekki við um þær byggingar sem Grundarheimilin og Hrafnista byggi mál sitt á. Gísli Páll skrifar á Facebook að niðurstaðan kæmi ekki á óvart. „Þar sem við höfum þegar tapað málinu tvisvar finnst mér líklegra en ekki að við töpum í þriðja skiptið. En maður veit aldrei. Fari svo ólíklega að við vinnum, munu Grundarheimilin hafa úr talsverðu fjármagni að moða við endurbætur húsnæðisins við Hringbrautina og í Hveragerði. Fari aftur svo að við töpum málinu endanlega, þurfum við líklega að endurskoða not húsnæðisins,“ skrifar Gísli. Eldri borgarar Dómsmál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Rekstraraðilar Grundar, Áss og Hrafnistuheimilanna byggðu mál sín á því að þeir sinntu þjónustu sem ríkinu beri að veita samkvæmt lögum. Því væri ríkinu skylt að griða allan kostnað sem af þjónustunni hlýst, þar á meðal húsnæðiskostnað. Forstjóri Grundarheimilanna skrifar á Facebook-síðu Markarinnar, sem einnig er rekin af Grund, áður en dómur Hæstaréttar féll að málið snúist um húsnæði Grundar og Áss sem nýtt er undir öldrunarþjónustu og ríkið hafi neitað að greiða húsaleigu fyrir. „Í rúmlega 15 ár höfum við reynt að fá ríkið til að greiða sanngjarna leigu án árangurs. Það var því árið 2016 sem við ákváðum að höfða mál á hendur ríkinu, sem eins og áður segir við höfum tapað í tvígang,“ skrifar Gísli Páll Gíslason, forstjóri Grundarheimilanna. „Á sama tíma og ríkið neitar að greiða húsaleigu þá rukkar það einstaka sveitarfélög fyrir afnot þeirra af húsnæði í eigu ríkisins sem sveitarfélagið notar til að veita öldrunarþjónustu. Öldrunarþjónustu sem ríkisvaldið hefur sett lög um að það (ríkisvaldið) skuli veita.“ Fram kemur á vef stjórnarráðsins að Grundarheimilin og Hrafnista hafi einnig byggt mál sitt á því að brotið væri gegn eignarréttindum þeirra þar sem ríkið gerði þeim að leggja til rekstursins húsnæði án endurgjalds og loks að ríkið gætti ekki jafnræðis við greiðslu húsnæðiskostnaðar til hjúkrunarheimila. Hæstiréttur í dag Í dag verður tekið fyrir í Hæstarétti málshöfðun Gundarheimilanna og Hrafnistu gegn ríkinu til...Posted by Mörkin, íbúðir 60+ on Thursday, January 14, 2021 „Finnst líklegra en ekki að við töpum“ Niðurstaða Landsréttar og Hæstaréttar er samróma, en áður hafði verið dæmt í málinu í héraðsdómi. Fram kemur í dómsniðurstöðum að bygging á húsnæði þeirra sem samið hafa við ríkið um rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila hafi verið fjármögnuð með ýmsum hætti í gegn um tíðina. „Breyting var gerð á lögum um málefni aldraðra sem tók gildi árið 2005 og heimilaði greiðslu húsaleigu úr Framkvæmdasjóði vegna hjúkrunarheimila sem reist væru að undangengnu útboði og tæki til stofnkostnaðar annarra en ríkisins,“ segir á vef stjórnarráðsins. Bent er á í dómnum að greiðsla húsaleigu samkvæmt þessu eigi einungis við vegna bygginga sem samþykkt hefur verið að reisa eftir 1. Janúar 2005 og því eigi það ekki við um þær byggingar sem Grundarheimilin og Hrafnista byggi mál sitt á. Gísli Páll skrifar á Facebook að niðurstaðan kæmi ekki á óvart. „Þar sem við höfum þegar tapað málinu tvisvar finnst mér líklegra en ekki að við töpum í þriðja skiptið. En maður veit aldrei. Fari svo ólíklega að við vinnum, munu Grundarheimilin hafa úr talsverðu fjármagni að moða við endurbætur húsnæðisins við Hringbrautina og í Hveragerði. Fari aftur svo að við töpum málinu endanlega, þurfum við líklega að endurskoða not húsnæðisins,“ skrifar Gísli.
Eldri borgarar Dómsmál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira