Brady fagnaði með dóttur sinni eins og síðast: Er ekki hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 04:13 Tom Brady heldur á dóttur sinni Vivian Lake Brady á verðlaunapallinum en hann hefur orðið fjórum sinnum meistari síðan að hún fæddist þegar hann var 35 ára gamall. AP/Gregory Bull Tom Brady tilkynnti það á verðlaunapallinum í nótt að hann ætli að spila áfram með Tampa Bay Buccaneers liðinu á næstu leiktíð. Brady heldur upp á 44 ára afmælið sitt í haust og varð í nótt NFL-meistari í sjöunda skiptið. „Við munum koma aftur,“ sagði Tom Brady við mikinn fögnuð stuðningsmanna Tampa Bay Buccaneers sem voru að eignast sína fyrstu NFL-meistara í átján ár. Það þurfti bara eitt ár með Brady til að enda þá löngu bið og það þótt að þetta væri kórónuveirutímabil. Tom Brady gaf þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleiknum og stýrði liði Tampa Bay Buccaneers til 31-9 sigurs á Kansas City Chiefs. Brady var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í fimmta sinn í Super Bowl en enginn annar hefur náð því í einni af stóru íþróttagreinunum í Bandaríkjunum. Tom Brady's 5th Super Bowl MVP extends his own record and breaks a tie with LeBron James for 2nd-most championship round MVPs in NFL/NBA/MLB/NHL history. He trails only Michael Jordan (6). pic.twitter.com/erGdmSyBZQ— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021 Vivian Lake, dóttir Tom Brady og fyrirsætunnar Gisele Bündchen, var við hlið föður síns þegar hann tók við NFL-bikarnum með New England Patriots fyrir tveimur árum og hún var að sjálfsögðu einnig við hlið pabba síns í nótt. Brady var fljótur að leyfa dóttur sinni að fá bikarinn sem Brady vann nú í fjórða sinn síðan að hún fæddist. Vivian Lake hefur aðeins stækkað síðan síðast enda nú nýorðin orðin átta ára gömul. Tom Brady vann fyrstu sex titlana með New England Patriots og nú titil á sínu fyrsta ári með Tampa Bay Buccaneers. Það þýðir að hann er búinn að vinna sjö Super Bowl titla eða fleiri en nokkurt félag í NFL-deildinni því Steelers og Patriots eru þar efst með sex titla hvor. Tom Brady has more Super Bowl titles (7) than any franchise in NFL history (6 Steelers/Patriots). Brady joins Peyton Manning as the only QBs to start Super Bowl wins for 2 different franchises. pic.twitter.com/Yt3TxzAeZY— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021 Tom Brady er 43 ára gamall og var þarna að vinna sinn annan titil síðan hann datt inn á fimmtugsaldurinn. Hann er sá fjórði sem nær því í sögu stóru deildanna sem eru NFL/MLB/NHL/NBA en hinir eru Kareem Abdul-Jabbar, Enos Slaughter og Jack Quinn. Tom Brady lyftir bikarnum í nótt og við hlið hans fagnar átta ára dóttir hans Vivian Lake.Getty/Kevin C. Cox Tom Brady fær ég koss frá eiginkonu sinni Gisele Bundchen eftir sigurinn í nótt.AP/David J. Phillip Vivian Lake Brady fékk að lyfta bikarnum eins og pabbi sinn.AP/Ashley Landis Gisele Bundchen tekur mynd af sér með börnum sínum og Tom Brady, þeim Benjamin Brady og Vivian Brady.Getty/Mike Ehrmann Tom Brady faðmar son sinn eftir sigurinn.AP/Mark Humphrey Tom Brady er sjöfaldur NFL-meistari.AP/Ben Liebenberg NFL Ofurskálin Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira
„Við munum koma aftur,“ sagði Tom Brady við mikinn fögnuð stuðningsmanna Tampa Bay Buccaneers sem voru að eignast sína fyrstu NFL-meistara í átján ár. Það þurfti bara eitt ár með Brady til að enda þá löngu bið og það þótt að þetta væri kórónuveirutímabil. Tom Brady gaf þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleiknum og stýrði liði Tampa Bay Buccaneers til 31-9 sigurs á Kansas City Chiefs. Brady var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í fimmta sinn í Super Bowl en enginn annar hefur náð því í einni af stóru íþróttagreinunum í Bandaríkjunum. Tom Brady's 5th Super Bowl MVP extends his own record and breaks a tie with LeBron James for 2nd-most championship round MVPs in NFL/NBA/MLB/NHL history. He trails only Michael Jordan (6). pic.twitter.com/erGdmSyBZQ— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021 Vivian Lake, dóttir Tom Brady og fyrirsætunnar Gisele Bündchen, var við hlið föður síns þegar hann tók við NFL-bikarnum með New England Patriots fyrir tveimur árum og hún var að sjálfsögðu einnig við hlið pabba síns í nótt. Brady var fljótur að leyfa dóttur sinni að fá bikarinn sem Brady vann nú í fjórða sinn síðan að hún fæddist. Vivian Lake hefur aðeins stækkað síðan síðast enda nú nýorðin orðin átta ára gömul. Tom Brady vann fyrstu sex titlana með New England Patriots og nú titil á sínu fyrsta ári með Tampa Bay Buccaneers. Það þýðir að hann er búinn að vinna sjö Super Bowl titla eða fleiri en nokkurt félag í NFL-deildinni því Steelers og Patriots eru þar efst með sex titla hvor. Tom Brady has more Super Bowl titles (7) than any franchise in NFL history (6 Steelers/Patriots). Brady joins Peyton Manning as the only QBs to start Super Bowl wins for 2 different franchises. pic.twitter.com/Yt3TxzAeZY— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021 Tom Brady er 43 ára gamall og var þarna að vinna sinn annan titil síðan hann datt inn á fimmtugsaldurinn. Hann er sá fjórði sem nær því í sögu stóru deildanna sem eru NFL/MLB/NHL/NBA en hinir eru Kareem Abdul-Jabbar, Enos Slaughter og Jack Quinn. Tom Brady lyftir bikarnum í nótt og við hlið hans fagnar átta ára dóttir hans Vivian Lake.Getty/Kevin C. Cox Tom Brady fær ég koss frá eiginkonu sinni Gisele Bundchen eftir sigurinn í nótt.AP/David J. Phillip Vivian Lake Brady fékk að lyfta bikarnum eins og pabbi sinn.AP/Ashley Landis Gisele Bundchen tekur mynd af sér með börnum sínum og Tom Brady, þeim Benjamin Brady og Vivian Brady.Getty/Mike Ehrmann Tom Brady faðmar son sinn eftir sigurinn.AP/Mark Humphrey Tom Brady er sjöfaldur NFL-meistari.AP/Ben Liebenberg
NFL Ofurskálin Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira