Leikarinn Hal Holbrook fallinn frá Atli Ísleifsson skrifar 2. febrúar 2021 07:48 Hal Holbrook fór á ferli sínum meðal annars með hlutverk uppljóstrarans Deep Throat í All the President's Men. Getty Bandaríski leikarinn Hal Holbrook er látinn, 95 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Beverly Hills fyrir um viku síðan, en hann var þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk rithöfundarins Mark Twain í sýningunni Mark Twain Tonight! New York Times segir frá því að Holbrook hafi á ferli sínum unnið til fjölda Emmy-verðlauna, auk þess að hafa verið tilnefndur til Óskarsverðlauna. Holbrook vakti einnig athygli fyrir hlutverk sitt sem Ron Franz í Into the Wild, mynd Seans Penn frá árinu 2007. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverkið, þá 82 ára gamall, og var á þeim tíma elstur til að hljóta tilnefningu í flokknum. Hann fór með hlutverk Deep Throat í myndinni All the President‘s Men frá árinu 1976 sem fjallaði um Watergate-hneykslið. Holbrook birtist jafnframt í kvikmyndum á borð við Julia, The Fog, Creepshow, Wall Street, The Firm, Hercules, Men of Honor og Lincoln, og sjóvarpsþáttum eins og NCIS, The West Wing, The Sopranos, ER, Bones, Grey's Anatomy, og Hawaii Five-0. Holbrook stundaði á sínum yngri árum nám í Denison University og var í þjónustu bandaríska hersins á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar þar sem hann var staðsettur á herstöð á Nýfundnalandi. Hann var þrígiftur og gekk að eiga Dixie Carter árið 1984. Hún lést árið 2010. Holbrook lætur eftir sig þrjú börn, tvær stjúpdætur og fjögur barnabörn. Andlát Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
New York Times segir frá því að Holbrook hafi á ferli sínum unnið til fjölda Emmy-verðlauna, auk þess að hafa verið tilnefndur til Óskarsverðlauna. Holbrook vakti einnig athygli fyrir hlutverk sitt sem Ron Franz í Into the Wild, mynd Seans Penn frá árinu 2007. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverkið, þá 82 ára gamall, og var á þeim tíma elstur til að hljóta tilnefningu í flokknum. Hann fór með hlutverk Deep Throat í myndinni All the President‘s Men frá árinu 1976 sem fjallaði um Watergate-hneykslið. Holbrook birtist jafnframt í kvikmyndum á borð við Julia, The Fog, Creepshow, Wall Street, The Firm, Hercules, Men of Honor og Lincoln, og sjóvarpsþáttum eins og NCIS, The West Wing, The Sopranos, ER, Bones, Grey's Anatomy, og Hawaii Five-0. Holbrook stundaði á sínum yngri árum nám í Denison University og var í þjónustu bandaríska hersins á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar þar sem hann var staðsettur á herstöð á Nýfundnalandi. Hann var þrígiftur og gekk að eiga Dixie Carter árið 1984. Hún lést árið 2010. Holbrook lætur eftir sig þrjú börn, tvær stjúpdætur og fjögur barnabörn.
Andlát Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira