Markalaus á Emirates

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hart barist í dag.
Hart barist í dag. Matthew Peters/Getty

Arsenal og Manchester United gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Emirates leikvanginum í dag. Leikurinn var nokkuð fjörugur þrátt fyrir markalaust jafntefli.

Ole Gunnar Solskjær hristi upp í liði sínu eftir tapið gegn Sheffield United og gerði samtals fjórar breytingar. Mikel Arteta gerði eina breytingu á liðinu sem vann Southampton á útivelli.

Bæði lið fengu sín tækifæri í fyrri hálfleiknum. Arsenal átti nokkur góð skot og það áttu United einnig. United varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik er Scott McTominay fór af velli en markalaust í hálfleik.

Arsenal var sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum. Alexandre Lacazette komst næst því að skora sigurmarkið en hann þrumaði aukaspyrnu beint í slá á 65. mínútu.

United fékk svo gullið tækifæri á 89. mínútu. Fyrirgjöf Aaron Wan-Bissaka fór beint á Edinson Cavani en klippa Úrúgvæans fór framhjá. Lokaniðurstaðan markalaust jafntefli.

United er í öðru sætinu með 41 stig, þremur stigum á eftir toppliði City, en Arsenal er í áttunda sætinu með 31 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira